Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÁrás á velferðarkerfið

föstudagur, 13. febrúar 2004

 

 

Athugun  á þróun ýmissa þátta velferðarkerfisins á  valdatíma núverandi stjórnarflokka leiðir í ljós, að flestir þættir hafa orðið fyrir mikilli skerðingu.Stjórnarflokkarnir hafa skorið niður framlög til velferðarmála þannig,að ástandið varðandi stöðu þeirra er mun verra en var áður en þessir flokkar komu til valda.

 

BÆTUR HAFA DREGIST AFTUR ÚR LÁGMARKSLAUNUM

 

 Ef litið er á þróun grunnlífeyris og tekjutryggingar elli- og örorkulífeyrisþega kemur í ljós,að  þessar greiðslur námu 80% lágmarkslauna  1991 en árið 2001 námu þær aðeins 60 % lágmarkslauna.1995 var skorið á tengsl  lágmarkslauna og bóta elli- og örorkulífeyrisþega.Síðan hefur það verið háð geðþóttaákvörðunum stjórnarflokkanna hversu mikið umræddar bætur hafa hækkað. Þær hafa dregist mikið aftur úr síðan.Á tímabilinu 1991-2001 hækkuðu ráðstöfunartekjur um 25% en bætur elli og örorkulífeyrisþega hækkuðu aðeins um 10,2%! ( Hér er miðað við kaupmátt í báðum tilvikum) Fyrir síðustu áramót vantaði 20 þús. kr. á mánuði upp á, að  þessar bætur næmu sömu upphæð og þær hefðu numið, ef ekki hefði verið skorið  á tengslin. Þeir sem orðið hafa yngstir öryrkjar ( 18 ára) fengu leiðréttingu sem svaraði  þessari upphæð  á mánuði nú um síðustu áramót en hinir fengu aðeins lítið brot leiðréttingar. Þeir sem hafa orðið öryrkjar 50 ára fengu aðeins 500 kr.hækkun.Ekkert var leiðrétt aftur í tímann en það  eru ómældar upphæðir,sem teknar hafa verið af öldruðum og öryrkjum undanfarin ár, þar eð bætur þeirra hafa ekki fylgt  breytingum lægstu launa. Hér er átt við einstaklinga,sem njóta aðeins bóta Tryggingastofnunar.Aldraðir fengu sáralitla leiðréttingu um síðustu áramót.Tekjutrygging aldraðra hækkaði  um 2000 kr. á mánuði og tekjutryggingarauki hækkaði um sömu upphæð en  mjög fáir njóta hans.

 

MIKIL SKERÐING BARNABÓTA

 

 Greiðslur barnabóta voru skertar verulega eftir 1991 og mun meira eftir 1996 með tekjutengingum og lágum frítekjumörkum.Árið 1991 námu barnabætur 7 milljörðum kr. en 2003 námu þær aðeins 5,5 milljörðum.  Hækkanir barnabóta eftir árið 2000 duga enn ekki til þess að bæta fyrir það sem áður hafði verið skorið af bótunum. Ef litið er á þróun barnabóta,húsnæðisbóta og vaxtabóta sem hlutfall af landsframleiðslu kemur eftirfarandi í ljós: Árið 1994 námu þessar bætur 1,8% af landsframleiðslu  en nú nema þær aðeins 1,2 % af landsframleiðslu. Leiða þessar tölur vel í ljós hversu skerðingin er mikil.

 

SJÚKRADAGPENINGAR MIKIÐ LÆGRI EN Á NORÐURLÖNDUM

 

Sjúkradagpeningar langveikra eftir  að veikindarétti kjarasamninga sleppir nema nú aðeins 25 þús kr. á mánuði. Er það mun lægra en á hinum Norðurlöndunum en þar nema sjúkradagpeningar 70-100 % af fyrri launum.Notendagjöld í heilbrigðiskerfinu hafa farið hækkandi.Um síðustu áramót voru þau enn hækkuð. Árið 1991 nam hlutdeild heimilanna í kostnaðinum við heilbrigðiskerfið 1,1% af brúttó landsframleiðslu en  2001 nam þessi hlutdeild 1,5%.

Þannig er sama hvar borið er niður.

 

FÁTÆKT HEFUR AUKIST MIKIÐ

 

 Það er eðlileg afleiðing af skerðingu velferðarkerfisins að fátækt hefur aukist  í  landinu. Á tímabilinu  1995-2001 jókst fátækt mikið. Samkvæmt upplýsingum  ASÍ jókst fátækt á þessu tímabili úr 8,8% af tölu framteljanda í 13,2%.Er fátækt mun meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Allt að 30 % ellilífeyrisþega og 31% einstæðra foreldra lifa undir fátækramörkum hér á landi.Á hinum Norðurlöndunum búa 6,6-13,5% einstæðra foreldra undir fátækramörkum. Lyf eru mun dýrari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Það bitnar þyngst á öldruðum og öryrkjum.Í bók sinni,Fátækt á Íslandi,komst Harpa Njáls að þeirri niðurstöðu,að allar bætur almannatrygginga væru of lágar. Það vantaði 40 þús. kr. á mánuði upp á  að þær nægðu til framfærslu.

 

 Velferðarkerfið er stöðugt að veikjast. Segja má,að frá því að núverandi stjórnarflokkar komust til valda hafi velferðarkerfið sætt stöðugum skerðingum og árásum og  ekkert lát er þar á.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

 

Birt í Morgunblaðinu 13.febrúar  2004

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn