Geoffrey Hoon landvarnarráðherra Breta hafi viðurkennt fyrir varnarmálanefnd neðri deildar breska þingsins að hafa vitað að meintum gereyðingarvopnum Íraka var ruglað saman við venjuleg vígvallarvopn sem grípa má til með stuttum fyrirvara, og haldið því leyndu fyrir Blair forsætisráðherra. Fullyrðing um 45 mínútna frest, sem hampað var í skýrslu ríkisstjórnarinnar í september 2002 átti ekki við langdræg vopn, sem ná til Bretlands eða breskra herstöðva til dæmis á Kýpur. Hann hafi ekki séð ástæðu til að vekja athygli Blairs forsætisráðherra á þessu misræmi.
Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, segir að Blair forsætisráðherra hljóti að íhuga stöðu sína eftir að í ljós er komið að hann fór í stríð, án þess að kanna eina grundvallarréttlætingu fyrir stríði. Eru nú háværar raddir í Bretlandi um,að Blair segir af sér út af þessu.
Ljóst er,að rökin fyrir stríði gegn Írak voru byggð á blekkingum,bæði hér á landi og í Bretlandi og Bandaríkjunum.