Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnHeimahjúkrun er undirmönnuð

laugardagur, 19. apríl 2014

Heimahjúkrun hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna.Hún á að veita öldruðum og sjúkum aðhlynningu í heimahúsum. Það er yfirlýst markmið stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að æskilegt sé, að eldri borgarar og sjúklingar séu sem lengst í heimahúsum í stað þess að fara fyrr á hjúkrunarheimili eða á spítala. Þessu markmiði er hvað eftir annað lýst af ráðamönnum, einkum við hátíðleg tækifæri; enda er það miklu ódýrara fyrir samfélagið, að eldri borgarar séu áfram í heimhúsum þó heilsan sé farin að gefa sig. Hver dagur á hjúkrunarheimili eða á annari sjúkrastofnun er mjög dýr. Þegar þetta er haft í huga, er það mjög undarlegt, að stjórnvöld skuli svelta heimahjúkrun fjárhagslega með þeim afleiðingum, að heimahjúkrun er stórlega undirmönnuð. Það vantar t.d. mikið á, að nægilega margt hjúkrunarfólk vinni hjá heimahjúkrun í Reykjavík. Þetta finna eldri borgarar, sem njóta þjónustunnar, vel. Fjármagn til heilsugæslunnar í Reykjavík hefur verið skorið niður í ár með þeim afleiðingum m.a. að fækka þarf hjúkrunarfræðingum. Heimaþjónustan rekur heimahjúkrunina Í ársbyrjun 2009 tók velferðarsvið Reykjavíkur við rekstri heimahjúkrunar í höfuðborginni samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið. Heimaþjónusta Reykjavíkur rekur heimahjúkrunina.Hefur félagsleg heimaþjónusta og heimahjúkrun verið sameinuð undir einum hatti. Heimaþjónusta Reykjavíkur ber ábyrgð á allri heimahjúkrun í Reykjavík og á Seltjarnarnesi en einnig er hún ábyrg fyrir heimahjúkrun um kvöld og helgar í Mosfellsbæ og næturþjónustu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Markmið heimaþjónustunnar er að gera þeim, sem hennar njóta, kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Þjónustan skal veitt í náinni samvinnu við sjúklinginn sjálfan og aðstandendur hans. Um markmið heimaþjónustu og heimahjúkrunar segir ennfremur: Heimahjúkrun sinnir m.a. einstaklingum, sem þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar og víðtækrar hjúkrunar daglega eða oft á dag.Heimahjúkrun er ekki aðeins fyrir eldri borgara heldur fyrir fólk á öllum aldri, sem á við heilsubrest eða skerta getu til daglegra athafna að stríða. Ríkið greiðir kostnaðinn við heimahjúkrun Ríkið greiðir kostnaðinn við heimahjúkrun.Fyrstu 3 ár þjónustusamningsins greiddi ríkið alls 2,8 milljarða fyrir heimahjúkrun í Reykjavík.Undanfarin ár hefur kostnaður við heimahjúkrun verið í kringum 1 milljarð á ári. Árið 2011 nam þessi kostnaður 992 milljónum kr. Síðasta ár var kostnaðurinn 1116 milljónir kr. Í ár verður kostnaðurinn svipaður; hækkar aðeins sem svarar verðlagshækkunum og tæplega þó. 296 starfsmenn sinna heimahjúkrun á þessu ári, einkum hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar.Um 1000 heimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu njóta heimahjúkrunar að jafnaði.Tvöfalt fleiri einstaklingar fá þjónustuna.Á fjórða hundrað starfsmenn sinna félagslegri heimaþjónustu. Á fjórða þúsund heimili njóta hennar.Kostnaður við félagslega heimaþjónustu er talsvert meiri en kostnaður við heimahjúkrun eða 1589 milljónir kr. sl. ár. Of mikill hraði í heimahjúkrun Hjúkrun er mjög vandasöm. Það er ekki unnt að vinna hana í flýti.En fjárskortur og undirmönnun heimahjúkrunar í Reykjavík hefur leitt til þess, að reynt er að hraða vinnu við hjúkrun í heimahúsum sem mest. Það er slæm þróun, sem kemur óhjákvæmilega niður á gæðum þjónustunnar og leiðir jafnvel til þess að þjónusta er skorin niður. Það samræmist ekki markmiðinu um að stuðla að því, að eldri borgarar og sjúklingar geti verið sem lengst í heimahúsum.Því miður virðist sem hugur fylgi ekki alltaf máli, þegar stjórnmálamenn gefa yfirlýsingar um að vinna eigi að því, að aldraðir og sjúkir geti búið sem lengst í heimahúsum. Það er hvergi nærri nóg gert til þess að tryggja það, að unnt sé að framkvæma þessar hástemmdu yfirlýsingar.Hér þarf því að verða breyting á. Það verður að tryggja nægilegt fjármagn í heimahjúkrun.Það er miklu ódýrara fyrir samfélagið en að senda eldri borgara og sjúklinga fyrr á hjúkrunarheimili. Ég vil því skora á ríkisstjórnina, að auka fjármagn til heimahjúkrunar. Það mun borga sig fyrir ríkissjóð, þegar til lengdar lætur.Heilbrigðisráðherra,Kristján Þór Júlíusson og fjármálaráðherra,Bjarni Benediktsson, þurfa að taka höndum saman í þessu máli til þess að tryggja heimahjúkrun nægilegt fjármagn. Björgvin Guðmundsson fyrrv. borgarfulltrúi Birt í DV 10.apríl 2014


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn