Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnRíkisstjórnin leggur byrðarnar á aldraða

þriðjudagur, 7. desember 2010

Á þeim krepputímum,sem við lifum á talar ríkisstjórnin stöðugt um að allir verði að leggja sitt af mörkum í niðurskurði til þess að eyða ríkishallanum. Það er sagt,að að hlífa eigi velferðarmálunum en skera meira niður í öðrum þáttum ríkisrekstrarins. En þegar litið er á niðurskurð hinna ýmsu ráðuneyta kemur í ljós, að niðurskurður er mestur í velferðarmálum og heilbrigðisráðuneyti og svo í samgönguráðuneyti en í öðrum ráðuneytum er niðurskurður lítill sem enginn og víða hafa útgjöld aukist.Hér er ekki rétt farið að og ekki í samræmi við markmið.Og á hverjum bitnar niðurskurðurinn mest? Hann bitnar mest á öldruðum og öryrkjum.Sl. 12 mánuði hefur kaup launþega og ríkisstarfsmanna ( með lág laun) hækkað um 23 þús. kr. á mánuði. En á sama tíma og þetta launafólk hefur verið að fá kauphækkun eru kjör aldraðra og öryrkja skert.Hvað er hér að gerast? Er verið að leggja byrðarnar á þá sem síst skyldi,aldraðra og öryrkja.Ég hefði síst átt von á því að félagshyggjustjórn mundi haga sér á þennan hátt.Þegar ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar voru við völd var það venja,að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði í kjölfar nýrra kjarasamninga.Enda stendur í lögum, að hækkun á lífeyri eigi að taka mið að hækkun launa og verðlags.Það var oft deilt um það hvort hækkun lífeyris hafi verið nóg miðað við hækkun kaupgjalds en það varð alltaf hækkun á lífeyri í kjölfar kauphækkana.Núverandi félagsmálaráðherra hefur tekið upp nýja siði í þessu efni. Landssamband eldri borgara,Félag eldri borgara í Reykjavík, 60+,samtök eldri borgara í Samfylkingunni og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu öll harðlega kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja 1.júlí sl.Þessi samtök hafa krafist þess að kjaraskerðingin 1.júlí sl. verði leiðrétt og þau hafa farið fram á kjarabætur til handa lífeyrisþegum í samræmi við kauphækkanir launþega.En félagsmálaráðherra hefur stungið öllum þessum áyktunumundir stól.Ríkisstjórnin lýsti því yfir þegar hún tók við völdum,að hún ætlaði að hafa samráð við hagsmunasamtök í landinu um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera í ríkisfjármálum og til endurreisnar efnahag landsins.Jú,félagsmálaráðherra,hefur kallað á hagsmunasamtök til þess að kynna þeim kjaraskerðingar,sem verið hafa í pípunum en ekki til þess að taka tillit til óska þessara samtaka,nei aðeins til þess að láta menn vita,að nýjar kjaraskerðingar mundu dynja yfir. Það er ekki samráð,Það er kynning. Við samráð þarf að taka eitthvað tillit til óska mótaðilans. Nú er verið að undirbúa fjárlagafrumvarp fyrir árið 2011 og þá dettur mönnum aftur í hug að auðvelt væri að ná í einhverja peninga með því að þjarma enn betur að öldruðum og öryrkjum.En er ekki nóg komið. Er ekki búið að pína þessa hópa nóg? Er það kannski krafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins(AGS) að lífeyrir almannatrygginga verði skertur meira? Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði í blaðaviðtali eða grein rétt eftir valdatöku ríkisstjórnarinnar,að AGS krefðist þess ávallt þar sem sjóðurinn kæmi að málum,að almannatryggingar væru skornar hraustlega niður.Þess vegna var hann lítt hrifinn af aðkomu AGS hér. Ég trúði þessu ekki þegar ég las þetta,taldi þetta aðeins áróður gegn AGS. En ég er farinn að halda að þetta geti verið rétt. Ég finn enga skýringu aðra á mikilli baráttu élagsmálaráðherra fyrir því að skera niður almannatryggingarnar og þar á meðal lífeyri aldraðra og öryrkja.Ráðherrann ætti nú að bregðast við til varnar almannatryggingunum og lífeyri aldraðra og öryrkja. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir,að ekki megi frysta lífeyri lengur. Það sagði hann um leið og hann mótmælti frystingu á launum ríkisstarfsmanna.Hann er andvígur kjaraskerðingu lífeyrisþega..En það er ekki aðeins,að ekki megi frysta lífeyri,heldur verður að hækka hann. Í fyrra sagði fjármálaráðherra,að staða ríkissjóðs hefði reynst 20 milljörðum betri en reiknað hafði verið með. Það fundust 20 milljarðar.En samt var haldið við að skerða kjör aldraðra og öryrkja. Nú hefur verið upplýst,að staðan sé 7 milljörðum betri en reiknað var með í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin ætti því að ganga fram og segja, að vegna þessa hefði hún ákveðið að falla frá skerðingu á kjörum aldraðra og öryrkja og mundi láta þá fá sömu hækkun á lífeyri og launþegar hefði fengið sl. 12 mánuði,þ.e. ca. 16 % hækkun.Ef ríkisstjórnin gerði þetta væri hún í raun félagshyggjustjórn.Viðskiptablaðið segir,að staðan hafi batnað enn meira en sem nemur umræddum 7 milljörðum.Ef svo er er enn auðveldara að ganga til móts við aldraða og öryrkja.Sem betur fer eru nú ýmis teikn á lofti um að bjartara sé framundan, atvinnuleysi fer minnkandi, verðbólgan lækkar og hagvöxtur er á næsta leiti. Umskipti til hins betra gætu orðið um næstu áramót. Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn