Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnSamvinnuhugsjónin gleymd og grafin!

föstudagur, 21. apríl 2006

 

Undanfarið hefur ríkisstjórnin lagt fram hvert frumvarpið á fætur öðru um einkavæðingu ríkisfyrirtækja.Hefur Framsókn verið ötul við að leggja slík frumvörp fram og virðist svo sem sá flokkur sé orðinn kaþólskari en páfinn að því er varðar einkavæðingu. Samvinnuhugsjónin er gleymd og grafin.Nú síðast var lagt fram frumvarp um stofnun hlutafélags um rekstur ríkisútvarpsins.Framsókn hefur samþykkt það..Meira að segja Þorsteini Pálssyni,fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, of bauð,þegar það mál var lagt fram.Hann sagði,  að góð sátt hefði verið í þjóðfélaginu um útvarpið sem ríkisfyrirtæki og ekki ætti að rjúfa þá sátt með frumvarpi um að breyta útvarpinu í hlutafélag.En það er einmitt það,sem, ríkisstjórnin er að gera. Hún er að rjúfa  sáttina um ríkisútvarpið.

 

Rafmagn og vatn einkavætt!

 

 Fyrir skömmu lagði ríkisstjórnin fram frumvarp um að stofna hlutafélag um rafmagnsveitur ríkisins.Ekki verður séð hver tilgangurinn er með framlagningu þess frumvarps nema ætlunin sé að selja fyrirtækið síðar.Og ríkisstjórninni væri trúandi til þess. Sporin hræða ( sbr. Síminn).

Náskylt þessum málum er frumvarp til nýrra vatnalaga sem nú er orðið að lögum. Með því frumvarpi var í raun verið að einkavæða vatnið,sem hefur verið sameign allar þjóðarinnar.Frumvarpið kvað á um,að vatn væri séreign þeirra landeigenda, sem ættu land það, sem vatn væri að finna á og að þeir mættu selja vatnið. Samkvæmt eldri lögum höfðu landeigendur aðeins afnotarétt af vatninu. Hér er því um gerbreytingu að ræða. Og auðvitað var Framsókn att á foraðið eins og svo oft áður. Stjórnarandstaðan barðist hatrammlega gegn “einkavæðingu” vatnsins og ætlaði ekki að afgreiða málið á yfirstandandi þingi.En málamiðlun náðist að loknum milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að málið yrði afgreitt nú en tæki ekki gildi fyrr en haustið 2007.

 

Byggðastofnun lömuð

 

Nefna má enn eitt átakamálið á yfirstandandi þingi  en það er frumvarp um byggðastofnun og sameiningu hennar við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Iðntæknistofnun.Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru andvígir þessu frumvarpi  en af mismunandi ástæðum. Sumir vilja halda í byggðastofnun, þar eð þeir eru hlynntir stuðningi við landsbyggðina en aðrir  vilja leggja niður allan slíkan stuðning og helst leggja niður byggðastofnun.Í hópi þeirra fyrrnefndu er Einar Oddur,varaformaður fjárlaganefndar en í síðarnefnda hópnum er Sigurður Kristjánsson,formaður menntamálanefndar.

 

Á að braska með flugbrautirnar?

 

 Í  munnlegri skýrslu utanríkisráðherra,Geirs H.Haarde,á alþingi gerðust þau tíðindi síðan, að ráðherrann lýsti því yfir,að hann vildi  stofna hlutafélag um rekstur Keflavíkurflugvallar og einkavæða reksturinn.Menn héldu,að þeim hefði misheyrst. Og meira að segja Framsóknarmönnum ofbauð. En þeir verða nú sennilega ekki lengi að renna þessu niður miðað við fyrri reynslu. Þetta eru forkastanlegar ráðagerðir. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina,að láta einkaaðila braska með okkar aðal millilandaflugvöll. Áður hefur Sjálfstæðisflokkurinn gælt við það, að landhelgisgæslan yrði einkavædd. Það er stórhættulegt, að þau fyrirtæki sem eiga að annast öryggi landsmanna séu í  höndum einkaaðila. Slík fyrirtæki eiga að sjálsögðu að vera í höndum ríkisins.

 

Björgvin GuðmundssonN�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn