Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ekki nauðsyn lagasetningar um fjölmiðla

þriðjudagur, 13. janúar 2004

 

 

Jón Ásgeir Jóhannesson,forstjóri Baugs,sat fyrir svörum hjá Agli Helgasyni í Silfri Egils sunnudaginn 11. janúar 2004. Var einkum rætt um það hvort nauðsynlegt væri að setja lög um  hringamyndanir í viðskiptalífinu og um eignarhald fjölmiðla.

 Jón Ásgeir taldi ekki nauðsyn lagasetningar um þessi efni.Hann sagði,að ef nýtt fjölmiðlafyrirtæki um Norðurljós,Fréttablaðið og DV kæmist á  fót mundi það hafa um það bil  30-35 % á markaðnum. Það væri markaðshlutdeild,sem talin væri innan eðlilegra marka í V-Evrópu. Hann gat um hugmynd sína  um fjölmiðlaráð fyrir  þá fjölmiðla, sem væru að verulegu leyti í eigu Baugs. Hann sagði,að í slíku ráði mundu sitja fulltrúar frá hlutlausum aðilum,eins og Neytendasamtökunum,Háskólanum og Blaðamannafélagi Íslands og gæta þess að ritstjórnir og fréttastofur þessara fjölmiðla misnotuðu  ekki aðstöðu sína í þágu eigenda sinna heldur störfuðu á eðlilegan hátt við fréttastjórn og ritstjórn. Slík ráð störfuðu í Englandi með góðum árangri.

 

EKKI ÞÖRF LAGA UM HRINGA

 

 Jón Ásgeir taldi ekki þörf laga um hringamyndanir hér á landi. Á meðan fyrirtækjasamsteypur hér  misnotuðu ekki aðstöðu sína gegn neytendum  væri ekki þörf á slíkum lögum. Samkeppnisyfirvöld gætu fylgst með því,að  vöruverð hækkaði ekki óeðlilega vegna stórra fyrirtækja.

 Fram kom í þættinum,að lengi hafa verið hér á markaðnum sterk fyrirtæki og sum hver með markaðsráðandi stöðu eins og Flugleiðir og Eimskip. Þó hefur  ekki verið talið  nauðsynlegt að setja lög um hringamyndanir. Jón Ásgeir taldi fyrirtæki Baugs ekki orðin óeðlilega stór á markaðnum. Egill Helgason spurði  hann hvort til greina kæmi að Baugur drægi saman seglin í samræmi við hugmyndir Mbl. þar um. Ekki tók Jón Ásgeir undir það. Hann sagði,að það væri t.d. ekki í þágu neytenda að verzlanir Bónus lokuðu kl. 4 á  daginn til þess að draga úr umsvifum.

 Egill Helgason spurði Jón Ásgeir hvort hann vissi hvers vegna Davíð Oddssyni forsætisráðherra væri í nöp við hann. Ekki  kvaðst hann vita skýringu á því. Jón Ásgeir talaði vel um Sjálfstæðisflokkinn í þættinum svo ekki getur  skýringin  falist í því að Jón Ásgeir berjist gegn Sjálfstæðisflokknum.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn