Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnEngin misnotkun á fjölmiðlum hér.Ekki þörf lagasetningar.

sunnudagur, 1. febrúar 2004

 
 
 
Umræðan um eignarhald á fjölmiðlum heldur áfram.Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé staðráðinn í því að knýja í gegnum alþingi lög um eignarhald á fjölmiðlum. Markmið þeirra laga yrði að takmarka  eignarhald einstakra aðila á fjölmiðlum. Framsókn hefur lítið sagt um mál þetta enn. En ef að líkum lætur mun Framsókn láta að vilja Sjálfstæðisflokksins í þessu efni sem öðru. Nú þegar stutt er í að Framsókn fái að setjast í stól forsætisráðherra mun hún ekki gera neitt til þess að styggja Sjálfstæðisflokkinn.Framsókn mun þóknast Sjálfstæðisflokknum í einu og öllu.
 En hvers vegna leggur Sjálfstæðisflokkurinn svona mikla áherslu á það að  setja nú skyndilega lög um eignarhald á fjölmiðlum?Hvað hefur breytst,sem geri slíkt nauðsynlegt?Í rauninni hefur sáralítið breytst. Sjálfstæðismenn áttu tvö útbreiddustu dagblöðin,þ.e. Morgunblaðið og DV.Eftir að flokksblöðin,Alþýðublaðið,Tíminn og Þjóðviljinn gáfu upp öndina  voru Sjálfstæðismenn einráðir á blaðamarkaðnum. Enginn hafði áhyggjur af því. Ekki var talað um nauðsyn þess að setja lög um eignarhald þessara fjölmiðla til þess að koma í veg fyrir að þeir væru misnotaðir. Síðan kom Fréttablaðið til sögunnar. Svo virðist,sem einhver  skjálfti hafi byrjað í  Sjálfstæðisfokknum eftir að Baugur  eða Jón Ásgeir Jóhannesson eignaðist Fréttablaðið. Ekkert liggur þó fyrir um pólitískar skoðanir eigenda Fréttablaðsins.Talað hefur verið um,að sennilega væri Jón Ásgeir Sjálfstæðismaður. En það virðist ekki duga Sjálfstæðisflokknum. Jón Ásgeir verður að hlýða flokksforustu Sjálfstæðisflokksins og það gerir hann ekki. Reiðarslagið fyrir Sjálfstæðisflokkinn kom þegar Baugur eða Jón Ásgeir keypti ráðandi hlut í DV. Vitað var,að Mbl. hafði áhuga á að eignast DV. En Mbl. missti af því. Ef Mbl. hefði eignast DV  hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekkert minnst á nauðsyn þess að takmarka eignarhald á fjölmiðlum!
Nú  munaði það litlu,að bæði Fréttablaðið og DV  hættu að koma út. Bæði þessu blöð urðu gjaldþrota og það var ekki sjálfgefið að nýir aðilar kæmu til  skjalanna til þess að halda rekstri þeirra áfram. Ef Baugur hefði ekki keypt Fréttablaðið hefði það líklega hætt að koma út. Ef Baugur hefði ekki keypt DV hefði Mbl. keypt það eða blaðið hætt útkomu. Svo virðist  því sem Baugur hafi tryggt fjölbreytni á blaðamarkaðnum með því að kaupa bæði DV og Fréttablaðið.
  Menn virðast einkum hafa áhyggjur af fréttaflutningi og skrifum dagblaðanna Nú veldur það  Sjálfstæðisflokknum t.d. miklum áhyggjum,að DV  er mjög hvasst í allri gagnrýni og ræðst hart að öllum,einnig valdhöfum. Hins vegar hafa menn minni áhyggjur af Stöð 2 og Norðurljósum. Baugur hefur  einnig eignast  stóran hlut í Norðurljósum. Og það hentar Sjálfstæðisflokkum  í áróðrinum að  draga það fram,að Baugur eigi nú orðið ráðandi hlut í tveimur dagblöðum og sjónvarpsstöð. Það sem skiptir hins vegar mestu máli í þessu sambandi er hvernig eigendur þessara fjölmiðla fara með  þá. Eigendur Mbl. hafa undanfarin ár farið vel með blaðið. Það er opið fyrir mismunandi sjónarmiðum og þess verður ekki vart að það  sé misnotað í þágu  eigenda eða Sjálfstæðisflokksins. Hið sama er að segja um  Stöð 2. Hún er ekki misnotuð í þágu eigenda eða í þágu ákveðins  stjórnmálaflokks. Á meðan þessir fjölmiðlar eru ekki misnotaðir þarf engin sérstök lög um þá. Samkeppnislög duga.
 
Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn