Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnAldraðir eiga að fá sömu kjarabætur og launþegar

laugardagur, 1. janúar 2011

Á síðustu dögum þingsins fyrir jól var samþykkt að greiða næsta ár 2,3% verðlagsbætur á grunn elli-og örorkulífeyris. Þetta er svar ríkisstjórnarinnar við harðri gagnrýni Landssambands eldri borgara á stefnu stjórnarinnar í málefnum aldraðra. Samkvæmt þeirri stefnu hefur lífeyrir aldraðra verið frystur frá ársbyrjun 2009 til dagsins í dag og engar verðlagsbætur eða leiðréttingar veittar á lífeyri aldraðra enda þótt kaup láglaunafólks hafi stöðugt hækkað á þessu tímabili en alls hefur það hækkað um 16% frá ársbyrjun 2009.Ekki getur svar ríkisstjórnarinnar talist stórmannlegt.Þetta er alger hungurlús, sem ríkisstjórnin skammtar eldri borgurum og öryrkjum. Það eina,sem er jákvætt við þetta er það, að ríkissjórnin viðurkennir að aldraðir og öryrkjar eigi rétt á verðbótum. Hækkunin hefði átt að vera 16% Það er algert lágmark,að lífeyrir hefði verið hækkaður sem svarar hækkun neysluvísitölu sl. tæp tvö ár eða um 6,1%.En það er ekki gert.Það hefði verið eðlilegt,að lífeyrir hefði verið hækkaður um sama hundraðshluta og nemur kauphækkun láglaunafólks sl. tæp 2 ár eða um 16% en það er heldur ekki gert. Nei, það er fundin lág tala, 2,3%, sem er sögð áætluð verðbólga næsta árs.Það er talið hæfilegt að hækka lífeyri um þennan litla hundraðshluta.Það ber ef til vill að þakka, að ríkisstjórnin skuli sýna lit og ákveða að greiða öldruðum og öryrkjum örlitlar verðbætur.En ekki eru upphæðirnar háar, sem koma í hlut lífeyrisþega. Lágmarksframfærsluviðmið,hið hærra ( fyrir þá,sem búa einir) hækkar um rúmar 4000 kr. á mánuði.En lágmarksframfærsluviðmið hið lægra um rúmar 3500 kr. Til samanburðar má nefna,að láglaunafólk hefur fengið 24 þús. kr. kauphækkun sl. tæp 2 ár.Ég tel,að aldraðir og öryrkar eigi rétt á þeirri hækkun. Aldraðir eiga að hafa 290 þús. á mánuði Hagstofan birti nú í desember niðurstöðu nýrrar neyslukönnunar.Könnuð eru meðaltalsneysluútgjöld heimilanna í landinu. Samkvæmt þessari nýju könnun nema meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 290 þús kr á mánuði.(Framreiknað samkvæmt neysluvísitölu frá því könnunin var gerð til des.2010) Engir skattar eru innifaldir í þeirri tölu.Landssamband eldri borgara telur,að lífeyrir eldri borgara eigi að miðast við neyslukönnun Hagstofunnar.Samkvæmt því ætti lífeyrir aldraðra einhleypinga nú að vera 290 þús. kr. á mánuði en hann er aðeins 157 þús. kr. á mánuði eftir skatta. Hér ber mikið á milli. Enginn lifir sómasamlegu lífi af 157 þús. á mánuði.Ljóst er,að það verður að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja.2,3% hækkun skiptir litlu máli í því sambandi.Lífeyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa.Þegar laun láglaunafólks hækka eiga laun lífeyrisþega að hækka. Björgvin Guðmundsson Birt í Mbl. 29.des.2010


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn