
Fjölmiðlar skýra frá því,að væntanleg séu forustuskipti í Framsókn.Það er virðingarvert,að forusta Framsóknar vilji axla ábyrgð á kosningaósigrinum í sveitarstjórnarkosningunum.En það leysir ekki vandann hjá Framsókn.Það eina sem mundi leysa vandann er ný stefna hjá Framsókn, að verulegu leyti afturhvarf til fyrri stefnu Framsóknar.Ástæðan fyrir kosningaósigrinum er óánægja með stefnu Framsóknar.Fyrri kjósendur flokksins eru óánægðir með það, að flokkurinn skuli hafa tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins og stutt hana í einu og öllu.Þess vegna hefði verði eðlilegast, að Framsókn slyti stjórnarsamstarfinu. Breyting á forustu gagnar ekki ef stefnan verður óbreytt. |