Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



90 ár frá stofnun Alþýðuflokksins

mánudagur, 13. mars 2006

 

90 ár eru liðin síðan Alþýðuflokkurinn var stofnaður.Flokkurinn starfaði þar til  Samfylkingin var stofnuð  en þá var Alþýðuflokkurinn,Alþýðubandalag og Kvennalisti sameinuð.Það má því segja,að Samfylkingin sé arftaki Alþýðuflokksins.

Merk saga

 Saga Alþýðuflokksins var mjög merk.Flokkurinn kom í framkvæmd ýmsum mjög mikilvægum umbótamálum í þágu alþýðu og launamanna,svo sem togaravökulögum,.lögum um verkamannabústaði,lögum  um almannatryggingar og lögum um atvinnuleysistryggingar svo nokkur helstu umbótamálin séu nefnd. Alþýðuflokkurinn átti einnig frumkvæði að því að koma fram aðild Íslands að EFTA,Fríverslunarsamtökum Evrópu og aðild að EES,Evrópska efnahagssvæðinu.Gylfi Þ.Gíslason fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins átti stærsta þáttinn í aðild Íslands að EFTA en Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins kom Íslandi í EES.

 

Klofningur jafnaðarmanna

 

 Alþýðuflokkurinn náði aldrei mjög miklu kjörfylgi vegna klofnings í hreyfingu jafnaðarmanna og í verkalýðshreyfingunni.Við hlið Alþýðuflokksins óx upp sterkur sósialistaflokkur.En áhrif Alþýðuflokksins voru gífurlega mikil og það er viðurkennt,að hann átti stærsta þáttinn í því að koma fram ýmsum mikilvægustu umbótamálum launafólks í landinu.

 

Sameining í Samfylkingu

 

  Mjög margir félagar í Alþýðuflokknum ólu alltaf með sér þann draum,að jafnaðarmenn gætu sameinast í einum flokki og að myndast gæti sterkur jafnaðarmannaflokkur hér á landi eins og á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Reynt var að sameina Alþýðuflokkinn og kommúnistaflokkinn 1938 en þær sameiningartilraunir strönduðu á því,að leiðtogar kommúnista vildu ekki að nýi flokkurinn starfaði á grundvelli laga og þingræðis.Ei að síður gengu þá  nokkrir forustumenn Alþýðuflokksins til samstarfs við kommúnista,þar á meðal Héðinn Valdimarsson og til varð Sameiningarflokkur alþýðu Sósialistaflokkurinn.Við þetta klofnaði Alþýðuflokkurinn. Sameining var reynd á ný við stofnun Samfylkingarinnar og hún tókst mun betur en áður enda þótt brot úr Alþýðubandalaginu hlypist þá undan merkjum og stofnaði nýjan flokk,Vinstri hreyfinguna,grænt framboð.

 

Stefnan í anda jafnaðarstefnunnar

 

.  Sameining  jafnaðarmanna í Samfylkingunni hefur tekist mjög vel og skapað þann sterka flokk sem Samfylkingin er í dag.Flokksmenn líta í dag á sig sem Samfylkingarmenn,sem jafnaðarmenn en kenna sig ekki við hina gömlu flokka,sem stóðu að sameiningunni. .Í nýjum flokki snúast málin ekki um áhrif eða áhrifaleysi fyrrverandi flokka. Sem fyrrverandi Alþýðuflokksmaður get ég sagt,að ég er mjög ánægður með sameininguna og hinn nýja flokk.Ég tel stefnu Samfylkingarinnar vera í anda jafnaðarstefnunnar og forustumenn flokksins hafa tryggt að svo yrði.Ég er ánægður með þróun mála í Samfylkingunni.Ég hafði lengi alið þann draum,að jafnaðarmenn á Íslandi gætu sameinast í einum flokki.Ég tel,að sá draumur hafi nú rætst.

 

Ágreiningur A-flokkanna var úr sögunni

 

 Ágreiningur A-flokkanna var ávallt fyrst og fremst um utanríkismál,um afstöðuna til Sovetríkjanna og til NATO.Þegar Sovetríkin liðuðust í sundur og kommúnisminn leið undir lok þar varð þessi ágreiningur úr sögunni. og ekkert stóð lengur í vegi fyrir sameiningu.Það var hins vegar skaði,að félagar Vinstri grænna skyldu ekki telja sig  geta tekið þátt í sameiningu jafnaðarmanna.Í hinum stóru jafnaðarmannaflokkum í Evrópu rúmast ólíkar skoðanir og því hefðu Vinstri grænir vel rúmast innan Samfylkingarinnar með sínar sér skoðanir.

 Leiðtogar Samfylkingarinnar,þau Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún,hafa staðið sig mjög vel. Össur leiddi flokkinn  í upphafi sameiningarinnar þegar mjög var á brattann að sækja og á móti bles iðulega.Hann kom fylgi flokksins úr 16% í 31%. Yfirgnæfandi meirihluti flokksmanna vildi fá Ingibjörgu Sólrúnu sem framtíðarleiðtoga. Hún stóð sig mjög vel sem borgarstjóri og hefur staðið sig vel sem formaður Samfylkingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson

fyrrverandi borgarfulltrúi

Alþýðuflokksins

Félagi í Alþýðuflokknum

1949

 

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn