Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn40 milljarðar hafðir af öldruðum

sunnudagur, 18. júní 2006

 

 

Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af eldri borgurum á tímabilinu 1995 til dagsins í dag. Þetta er drjúgur hluti allra símapeninganna, sem ríkið geymir  til ákveðinna verkefna.Það má því segja, að aldraðir eigi megnið af þessum peningum.En sömu peningarnir verða ekki  notaðir tvisvar. Ef ríkið vill gera upp skuld sína við eldri borgara er ljóst, að  alþingi verður að leggja fram nýja fjármuni til byggingar sjúkrahúss  (hátæknisjúkrahús)  þ.e. ef ætlunin er að halda við ráðagerð um byggingu þess.Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu 17.júní, að til greina kæmi að fresta opinberum framkvæmdum.

 

Lífeyrir aldraðra hefur dregist aftur úr

 

 Árið 1995 voru sjálfvirk tengsl milli ellilífeyris og lágmarkslauna rofin.Fram að þeim tíma hækkaði lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum sjálfvirkt um leið og  lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Þáverandi forsætisráðherra lýsti því  yfir 1995, að þessi breyting mundi ekki skerða kjör ellífeyrisþega. Því var sem sagt lofað, að kjör aldraðra yrðu ekki rýrð vegna þessarar breytingar.En það fór á annan veg: Lífeyrir aldraðra hefur stöðugt dregist meira og meira aftur úr lágmarkslaunum í kjaraþróuninni. Lífeyrir aldraðra hefur ekki hækkað nema um brot af því, sem lágmarkslaun hafa hækkað. Samkvæmt lágmarksútreikningum  vantar 40 milljarða upp á, að  lífeyrir aldraðra hafi hækkað eins  mikið og hann hefði  átt að hækka, ef hann hefði hækkað  eins og lágmarkslaun verkafólks. Stjórnarflokkarnir hafa því  haft 40 milljarða af öldruðum  á 11 ára tímabil.

 

Leiðrétta verður mistökin

 

  Hvernig ætlar ríkisstjórnin að leiðrétta þessa kjaraskerðingu, þessi “mistök”? Hvernig ætlar stjórnin að leiðrétta kjör aldraðra? Það þýðir ekki að segja,  að það vanti peninga til að leiðrétta kjörin. Peningarnir eru til, þ.e. símapeningarnir.40 milljarðarnir,sem hafðir hafa  verið af eldri borgurum siðustu 11 árin duga til þess að leiðrétta lífeyri aldraðra svo og til þess að gera myndarlegt átak í byggingu hjúkrunarheimila.

 

Kemur ný hungurlús?

 

  Ríkisstjórnin hefur boðað einhverjar ráðstafanir í málefnum aldraðra næsta haust eða jafnvel síðari hluta sumars.enda kosningar á næsta leiti. Svokölluð Ásmundarnefnd mun þá skila áliti en hún á að skila tillögum um ráðstafanir í málefnum aldraðra, m.a. í lífeyrismálum eldri borgara.. Verður fróðlegt að sjá hvaða tillögur nefndin leggur fram og hvað  ríkisstjórnin framkvæmir af þeim. Væntanlega verður það myndarlegra en  síðustu tillögur ríkisskipaðrar nefndar í þessum málaflokki frá nóvember 2002. Það sem sú nefnd lagði til í lífeyrismálum var til skammar og  alger hungurlús eða eftirfarandi: Grunnlífeyrir aldraðra hækkaði um  640 krónur á mánuði! (Þetta er ekki misritun). Tekjutrygging hækkaði um 5028 krónur á mánuði..Tekjutryggingarauki hækkaði lítillega en mjög fáir njóta hans.

 

Afnema þarf tekjutengingar

 

Vegna mikils þrýstings frá eldri borgurum og  öllum almenningi og  vegna háværra krafna um róttækar aðgerðir í málefnum aldraðra má reikna með, að Ásmundarnefndin leggi eitthvað meira til en fyrrnefnd nefnd gerði í nóvember 2002. Menn gera sér vonir um, að nefndin leggi nú til afnám á verulegum hluta af þeim miklu skerðingum, sem eru í gildi við ákvörðun lífeyris aldraðra, þ.e. að dregið verði úr tekjutengingum og jafnvel stór hluti  þeirra afnuminn, t.d. skerðing vegna tekna maka og vegna tekna úr lífeyrissjóði. En í lífeyrismálum aldraðra er ekki unnt að sætta sig við neitt minna en að lífeyrir  aldraðra hækki í það,sem hann ætti að vera í, miðað við að hann hefði fylgt lágmarkslaunum  verkafólks  allan tímann frá 1995. Síðan þarf lífeyrir aldraðra að hækka reglulega framvegis í samræmi við hækkun lágmarkslauna verkafólks. Þessi leiðrétting er minnsta skref sem unnt er að stíga. Það dugar ekki til þess að ellilífeyrisþegar fái það, sem þeir þurfa sér til sómasamlegrar framfærslu. Það þarf enn frekari leiðréttingu til þess að svo verði.

 

Björgvin GuðmundssonN�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn