Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnEkki á að refsa öldruðum fyrir að vinna og spara

sunnudagur, 7. ágúst 2011

Endurskoðun laga um almannatryggingar stendur nú yfir.Miklar vonir eru bundnar við þessa endurskoðun, þar eð núgildandi lög eru á margan hátt orðin úrelt.Tekjutengingar eru orðnar alltof miklar og nauðsynlegt að afnema þær eða draga úr þeim að verulegu leyti.Þegar nýsköpunarstjórnin kom almannatryggingum á fót árið1946 að kröfu Alþýðuflokksins voru lögin mjög góð og innleiddu kerfi almannatrygginga,sem var eins og það gerðist best í grannlöndum okkar. Ólafur Thors forsætisráðherra nýsköpunarsstjórnarinnar lýsti því þá yfir, að almannatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð og fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags.Á þeim tíma, sem liðinn er síðan, hafa almannatryggingar á Íslandi dregist verulega aftur úr almannatryggingum í hinum norrænu löndunum. Tryggingarnar eru ekki fátækraframfærsla Hugsunin á bak við almannatryggingarnar var í upphafi sú, að almannatryggingarnar væru eins og hverjar aðrar tryggingar.Menn greiddu til þeirra meðan þeir væru í vinnu en fengju síðan greitt frá þeim, ef slys eða veikindi bæru að höndum og þegar þeir yrðu að hætta að vinna vegna aldurs. En með því að auka stöðugt tekjutengingar í kerfinu og láta greiðslur úr lífeyrissjóðum skerða tryggingabætur hafa almannatryggingar verið að þróast í átt til fátækraframfærslu.Það var ekki meiningin, þegar tryggingunum var komið á fót. Þegar ákveðið var 1.júlí 2009 að láta greiðslur úr lífeyrissjóðum skerða grunnlífeyri datt stór hópur eldri borgara út úr kerfinu og fær í dag engan lífeyri frá almannatryggingum enda þótt sá sami hópur hafi greitt til almannatrygginga alla starfsævina.Það er ótækt.5210 eldri borgarar urðu fyrir tekjuskerðingu vegna þessa.Áður töldust greiðslur úr lífeyrissjóði ekki til tekna við útreikning grunnlífeyris.En frá 1.júlí 2009 teljast þær til tekna við þann útreikning. Það verður að leiðrétta þetta og hverfa aftur til þess ástands sem var fyrir 1.júlí 2009.Að mínu mati eiga allir eldri borgarar rétt á grunnlífeyri. Lífeyrissjóðir verði viðbót við almannatryggingar Það er krafa samtaka eldri borgara, að afnumin verði skerðing tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík vilja, að þessi leiðrétting verði gerð sem fyrst.Gera má þessa leiðréttingu í áföngum, til dæmis í tvennu lagi.Það var aldrei meiningin,þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, að þeir yrðu til þess að skerða tryggingabætur almannatrygginga. Þeir áttu að verða viðbót við almannatryggingar.Nú er það svo, að sá sem fær t.d. 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði verður að sæta því, að tryggingabætur hans séu skertar um nákvæmlega sömu upphæð, þ.e. 50 þúsund á mánuði. Þessi maður fær því ekkert meira í lífeyri samanlagt en sá,sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð.Af þessu sést út í hvaða ógöngur kerfið er komið í.Þá er skerðing tryggingabóta aldraðra vegna atvinnutekna alltof mikil. Það verður að auka frítekjumark vegna atvinnutekna.Það er lágmark,að það sé 100 þúsund á mánuði en helst þyrfti það að vera 150 þús.á mánuði. Það á ekki að refsa ellilífeyrisþegum, sem vilja vinna.Einnig þarf að auka verulega frítekjumark vegna fjármagnstekna. Frítekjumarkið er hlægilega lágt í dag.(98 þúsund á ári) Eðlilegt væri að eldri borgarar gætu átt nokkuð sparifé í banka án þess að það ylli skerðingu tryggingabóta.Spurning er einnig hvort ekki ætti að hafa ákveðna upphæð sparifjár í banka skattfrjálsa.Eldri borgarar hafa byggt upp það þjóðfélag,sem við búum við í dag. Stjórnvöld eiga að stuðla að því að aldraðir geti lifað með reisn á síðasta hluta æviskeiðs síns. Björgvin Guðmundsson Birt í Morgunblaðinu 8.júlí 2011


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn