Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Engin skólagjöld í Háskóla Íslands

miðvikudagur, 24. mars 2004

 

 

Mikil barátta er nú háð innan Háskólans, einkum. meðal kennara og yfirstjórnar skólans, fyrir því að taka upp skólagjöld. Stúdentar berjast hatrammlega á móti og hafa þúsundir stúdenta mótmælt því harðlega að skólagjöld verði tekin upp.

 

 Jafnaðarmenn á móti

 

  Jafnaðarmenn hafa alltaf verið á móti því,að tekin væru upp skólagjöld í Háskóla Ísland. Þeir vilja að allir hafi jafnan rétt til náms,án tillits til efnahags. Ef tekin verða upp skólagjöld verður erfiðara en áður fyrir efnaminni stúdenta að stunda nám  við Háskóla Íslands.

 Talsmenn skólagjalda beita nú  ýmsum lævíslegum  rökum til þess að koma skólagjöldum í gegn. Sagt  er,að  Lánasjóður ísl. námsmanna geti lánað stúdentum fyrir skólagjöldum og því  þurfi þetta ekki að íþyngja nemendum. En þetta er blekking.

 Lán þarf að greiða aftur og það eru ekki allir sem vilja taka of mikil lán. Einnig segir rektor,að Háskólinn vilji aðeins fá heimild til þess að innheimta skólagjöld en ekki sé ákveðið hvort þau verði lögð á. Þetta er einnig blekkjandi. Að sjálfsögðu yrðu skólagjöld  innheimt,ef heimild fengist fyrir því.

 

Mundi fjárhagur Háskólans ekki batna?

 

 Það alvarlegasta í þessu máli er þó það,að ekki er víst að fjárhagur Háskólans mundi batna þó lögð yrðu  á skólagjöld. Margir telja,að þá mundi ríkið draga úr fjárveitingum til Háskólans,þannig,að Háskólinn stæði í sömu sporum á eftir eins og áður.Best er að  standa fast gegn áformum um skólagjöld og láta ekki undan. Að mínu mati er það grundvallaratriði  í stefnu jafnaðarmanna,að  allir eigi jafna möguleika til náms.Þess vegna má enginn jafnaðarmaður,enginn Samfylkingarmaður  láta undan  í málinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

"Jafnaðarmenn hafa alltaf verið á móti því að tekin væru upp skólagjöld í Háskóla Íslands.Þeir vilja,að allir hafi jafnan rétt til náms án tillits til efnahags.Ef tekin verða upp skólagjöld verður erfiðara en áður fyrir efnaminni stúdenta að stunda nám við Háskóla Íslands."

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn