Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnNær að víta ráðherra en ákæra

fimmtudagur, 18. nóvember 2010

Íslendingar eru enn reiðir vegna efnahagshrunsins.Í því andrúmslofti fjallaði alþingi um það hvort það ætti að ákæra einhvern af fyrrverandi ráðherrum fyrir landsdómi.Þingmannanefnd lagði til, að 4 fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H.Haarde yrði ákærðir og dregnir fyrir landsdóm.Alþingi ákvað að ákæra einn fyrrverandi ráðherra,Geir.H.Haarde.Fellt var að ákæra,Árna Mathíesen,Björgvin G.Sigurðsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Eðlilega eru mjög skiptar skoðanir um ákvörðun alþingis. Ég tel, að ekki hefði átt að ákæra neinn fyrir landsdómi.Ég hefi kynnt mér lögin og stjórnarskrána og þau atriði, sem rannsóknarnefnd alþingis og þingmannanefnd fjallaði um.Ég fæ ekki séð, að þar sé að finna nein atriði, sem varða umrædda 4 fyrrverandi ráðherra , er leiði í ljós, að þeir hafi bakað sér refsiábyrgð fyrir landsdómi.Þessir ráðherrar gerðu mistök og tóku líklega einhverjar rangar ákvarðanir. En þessi mistök voru ekki þess eðlis, að þau réttlættu kæru fyrir landsdómi. Í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis eru störf 3ja þessara fyrrverandi ráðherra gagnrýnd sérstaklega og talað um vanrækslu þeirra í starfi,sbr.lög nr,42/2008 um rannsóknarnefnd alþingis.Þar er átt við Geir H.Haarde,Árna Matthíesen og Björgvin G.Sigurðsson. Mörgum finnst þessi umsögn nægilegur áfellisdómur yfir umræddum ráðherrum.Ég tel, að til viðbótar þeirri umsögn gæti alþingi samþykkt vítur á ráðherrastörf umræddra manna,ef þurfa þykir, en jafnframt gæti alþingi fjallað um ráðherrastörf annarra stjórnmálamanna, sem undirbjuggu og tóku ákvarðanir um einkavæðingu bankanna.Og Alþingi gæti samþykkt vítur á störf allra þessara manna.Þannig gæti alþingi tekið fyrir störf allra þeirra ráðherra, sem störfuðu í aðdraganda hrunsins og mundu þá fyrningarfrestir í lögum um ráðherraábyrgð ekki hafa nein áhrif þar á. M.ö.o.: Í stað þess að ákæra menn fyrir landsdómi gæti alþingi samþykkt vítur á þá ,sem alþingi telur, að hafi gert svo alvarleg mistök í aðdragaanda hrunsins að þeir beri ábyrgð á hruninu ásamt stjórnendum bankanna.Ef til vill finnst mörgum, sem það sé ekki nóg að víta menn fyrir slík alvarleg mistök.En ég tel það nóg og það væri ekki léttbært fyrir neinn stjórnmálamann að fá slíkar vítur á sig frá hinu háa alþingi. Landsdómur er tímaskekkja.Hann á rætur í stjórnarfari,sem ríkti áður en þingræðið kom til sögunnar.En þingræðið gerir ráð fyrir, að unnt sé að víkja ráðherrum frá með vantrausti. Upphaflega hugsunin var sú að með landsdómi væri unnt að víkja ráðherrum úr embætti, ef þeir brytu alvarlega af sér.En Það var þá ekki ætlunin að draga ráðherra fyrir landsdóm vegna rangra ákvarðana eða minni háttar mistaka eins og þingmannanefndin lagði nú til.Og þingmannanefndin virðist hafa horft framhjá því, að allir umræddir 4 fyrrverandi ráðherrar höfðu vikið úr embættum.Það þurfti því ekki að draga þá fyrir landsdóm til þess að svipta þá ráðherraembættum.Sigurður Líndal lagaprófessor segir, að landsdómur sé með pólitísku ívafi.Mér finnst pólitíkin hafa orðið of sterk hjá þingmannanefndinni: Þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ákveða að ákæra engan er pólitíska ívafið sterkt.Þegar fulltrúar VG ákveða að ákæra alla 4 er sömu sögu að segja.Og til þess að undirstrika pólitíkina í meðferð málsins greiða allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði eins og fulltrúar flokksins í þingmannanefndinni. Og þingmenn VG greiða allir atkvæði eins og fulltrúar VG í þingmannanefndinni.Fulltrúar Samfylkingar í þingmannanefndinni vildu ákæra 3 fyrrverandi ráðherra.En þingmenn Samfylkingarinnar skiptust við lokaafgreiðslu málsins.Sama er að segja um þingmenn Framsóknar. Það kom skýrt í ljós við afgreiðslu alþingis á hugsanlegum ákærum gegn fyrrverandi ráðherrum að alþingi var ekki fært um að afgreiða það mál á faglegan og hlutlausan hátt.Þingmannanefndin klofnaði í þrennt og þar réði pólitíkin miklu.Þingmannanefndin heldur því fram, að hún hafi afgreitt ákærurnar málefnalega. En það er ekki rétt. Ef engin pólitík hefði verið í spilinu hefði verið líklegt, að tillaga hefði komið fram um að ákæra fleiri en 4 og einnig hefði þá verið möguleiki á því að komið hefði fram tillaga um að ákæra engan. Ef draga á fyrrverandi ráðherra til refsiábyrgðar gengur ekki að leggja pólitískan mælikvarða á störf ráðherranna. Ef bankahrunið hefði ekki átt sér stað hefði alþingi ekki ákveðið að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfund um ákveðin mikilvæg málefni.Slík ákæra var ekki ákveðin þegar Halldór og Davíð ákváðu sín á milli að styðja innrás í Írak án þess að leggja málið fyrir ríkisstjórn. Þingmannanefndin nefnir sem sakarefni að fyrrverandi ráðherrar hafi ekki fylgt því eftir að láta setja Icesave útibúin í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki.Það er alltaf unnt að benda á, að ráðherrar fylgist ekki nægilega vel með undirstofnunum sínum.En það er ekki þar með sagt,að ráðherrar séu dregnir fyrir landsdóm af þeim sökum. Hér er það pólitíkin,sem ræður för. Björgvin Guðmundsson Birt í Morgunblaðinu 17.nóv. 2010


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn