Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara

fimmtudagur, 21. september 2017

Ríkisstjórnin er búin að vera við völd í 8 mánuði.Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum.Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert.Ríkisstjórnin hefur ekki gert eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili.Þvert á móti: Hún hefur gert það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum.Og raunar hefur hún gert það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt,að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja.En það gerir hún ekki.Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggngum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu hefur ríkisstjórnin ekkert gert til þess að hækka hann.Hún hefur haldið lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannað þeim að vinna.Hún torveldar þeim einng að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri .Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði ; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur.Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður.Það má því segja,að öldruðum séu allar bjargir bannaðar:Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja,að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst.En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls.Það er ekkert vit í því að öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni.Ríkisstjórnin talar mikið um að hún verji mörgum milljörðum til almannatrygginga.Það skiptir litlu máli þó svo væri á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu.Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár.Á hinum Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu á hinum Norðurlöndunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri.Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna . Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri á hinum Norðurlöndunum en hér. Það er því sama hvar borið er niður Ísland rekur alls staðar lestina. Björgvin Guðmundsson Birt í Fréttablaðinu 21.sept 2017


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn