Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnAldraðir "gleymdust " í góðærinu

laugardagur, 14. apríl 2007

 

 

Það,sem einkenndi ræðu Geirs H.Haarde á landsfundi íhaldsins var ,  að Geir var mestalla ræðuna  að afsaka  hagstjórnarmistökin. Hann var að svara hinu merka plaggi Jóns Sigurðssonar og Samfylkingarinnar um mistök ríkisstjórnarinnar í hagstjórninni.Hans aðalsvar í því efni var að segja, að kaupmáttur hefði aukist um 60 % síðustu 12  árin. Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin hefur klifað á því, að  kaupmáttur hafi aukist mikið sl. 12 ár en þeir sleppa  að geta þess, að  kaupmáttur aldraðra hefur á sama tíma aðeins aukist um 20%. Ríkisstjórnin  “gleymdi” sem sagt öldruðum og reyndar öryrkjum einnig  en öryrkjar þurftu að sækja sínar kjarabætur með málarekstri gegn ríkisstjórninni í tvígang. Á áratugnum 1971- 1980 jókst kaupmáttur um 5,7% til jafnaðar á ári eða  mun meira en sl. 12 ár. Á þessu tímabili voru við völd ríkisstjórnir Ólafs Jóhannessonar, Benedikts Gröndal og Geirs Hallgrímssonar. Á viðreisnaráratugnum jókst kaupmáttur um til jafnaðar um 5,2% á  ári, þ.e. meira en síðustu 12 árin. Það tekur því þess vegna ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að guma af 5% kaupmáttaraukningu á ári  á einhverjum mesta góðæristíma landsins.Flokkurinn ætti frekar að líta í eigin barm og athuga hvers vegna aukning kaupmáttar gekk ekki jafnt yfir til allra í þjóðfélaginu.

 

Engar skerðingar í Svíþjóð

 

 Geir H. Haarde spilaði því út, að hann vildi  draga úr skerðingum á tryggingabótum almannatrygginga  og  fella niður skerðingar vegna atvinnutekna hjá þeim,sem væru oðnir sjötugir og vildu vinna. Þetta er gott svo langt sem það nær og tímabært eftir 16 ára valdasetu að Sjálfstæðisflokkurinn    sjái, að það þurfi að bæta kjör aldraðra. En þetta er of lítið og of seint.Sjálfstæðisflokkurinn talar mikið um það hvað Íslendingar hafi það gott og hvað kjör  þjóðarinnar hafi batnað mikið undanfarin ár. Það er oft sagt,að Ísland sé með ríkustu þjóðum heims. En hvers vegna geta  Íslendingar þá ekki boðið öldruðum jafngóð kjör og aðrar ríkar þjóðir gera  eins og t.d. Svíar. Í Svíþjóð eru engar skerðinga á  tryggingabótum aldraðra. Við eigum að fara  eins að og afnema allar skerðingar en ekki aðeins að draga úr þeim. Hvorki atvinnutekjur né tekjur úr lífeyrissjóði eiga að skerða lífeyri  frá almannatryggingum og þetta á að gilda frá 67 ára aldri en ekki frá 70 ára aldri eins og  íhaldið leggur til.Skerðingar vegna tekna maka á að afnema með öllu strax enda eru þær brot á stjórnarskránni.

 Geir H.Haarde gat ekkert um það í ræðu sinni hvað hann vildi hækka lífeyri aldraðra í heild mikið.Þessi lífeyrir er í dag 126 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta hjá einstaklingum sem mest fá frá almannatryggingum og ekki eru í lífeyrissjóði.Eftir skatta gera þetta 113 þúsund á mánuði.Hver lifir sómasamlega af þeirri upphæð í dag?  Félag eldri borgara í Reykjavík vill hækka lífeyrinn í 210 þúsund á mánuði hjá einstaklingum, þ.e. til samræmis við neysluútgjöld einstaklinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar. Þetta er lágmarkshækkun en ekkert kom fram hjá Geir um slíka hækkun lífeyris  aldraðra.

 

Björgvin Guðmundsson

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn