 Fundur 60+ í Hafnarfirði um „Nýja tíma í félagsmálum á Íslandi“ á laugardaginn var feikivel sóttur og þótti afbragsvel heppnaður. Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra var aðalræðumaður á fundinum og sagði meðal annars að ríkisstjórnin, atvinnurekendur, stéttarfélög og fagfólk í heilbrigðisþjónustu yrðu að vinna saman að því að leysa sem fyrst alvarlegan vanda vegna manneklu í öldrunarþjónustu. Þess væru dæmi að hjúkrunarrými á öldrunarstofnunum stæðu auð vegna þess að starfsfólk skorti, en fjölgun hjúkrunarrýma hefði enga þýðingu ef ekki fengist fólk til hjúkrunarstarfanna.
Jóhanna skýrði einnig frá því ákvæði stjórnarsáttmálans að hraða byggingu 400 hjúkrunarrýma.
Enn hefur ekkert verið gert í því efni. Það er engin spurning, að Jóhanna Sigurðardóttir vill vel í málefnum aldraðra.En það er ekki nóg. Það þarf framkvæmdir. Það gildir það sama um lífeyri aldraðra og ný hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Það hefur ekkert verið gert enn. Það er mikið talað og sagt,að það eigi að framkvæma miklar umbætur í málefnum aldraðra. En framkvæmdir vantar. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað? Og þá meina ég ekki að gefa yfirlýsingar eða fyrirheit,heldur að framkvæma hlutina.
Björgvin Guðmundsson |