Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!

fimmtudagur, 21. apríl 2016

Það vakti athygli á síðasta ári,þegar heyrnarlaus stúlka,Snædís Hjartardóttir,vann mál gegn ríkinu,þar eð hún hafði ekki fengið lögbundna túlkaþjónustu.Menntamálaráðuneytið hafði neitað að greiða henni fyrir túlkaþjónustu,sem hún átti rétt á.Ráðuneytið bar þvi við, þegar synjað var um túlkaþjónustu, að fjámunir væru ekki til.Mál var höfðað á þeim grundvelli, að samkvæmr 76.grein stjórnarskrárinnar ætti heyrnarlausa stúlkan rétt á aðstoð ríkisins. En í umræddri grein stjórnarskrárinnar segir,að þeir sem þurfi á aðstoð ríkisins að halda skuli fá hana.Þegar ríkið sagði fyrir héraðsdómi, að ekki hefði verið unnt að veita túlkaþjónustuna, þar eð peningar hefðu ekki verið til, sagði héraðsdómur,að það skipti ekki máli.Þetta væri stjórnarskrárvarinn réttur stúlkunnar að fá túlkaþjónustu.Þess vegna ætti hún að fá hana. Gildir ekki það sama um lífeyri þeirra eldri borgara og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, ef sá lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði,lyfjum og lækniskostnaði? Jú,það tel ég. 76.grein stjórnarskrárinnar gildir um þessa aðila á sama hátt og hún gilti um heyrnarlausu stúlkuna. Það liggur fyrir, að lífeyrir að fjárhæð 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt,sem einhleypir ellilífeyrisþegar fá frá TR, dugar ekki fyrir framangreindum útgjöldum. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur upplýst, að algengt sé að einverjir úr þessum hópi hafi samband við skrifstofu félagsins í lok mánaðarins og skýri frá þvi, að þeir eigi ekki fyrir lyfjum eða læknishjálp eða jafnvel ekki fyrir mat.Þetta er mannréttindabrot og brot á stjórnarskránni að mínu mati og íslensku þjóðfélagi til skammar, að þetta skuli látið viðgangast.Þetta gerist þó ráðamenn segi, að allir hagvísar þjóðarbúsins séu hagstæðir og afgangur á fjárlögum ríkisins. Samkvæmt því virðast aldraðir og öryrkjar, sem eingöngu hafa tekjur frá TR ,látnir sitja á hakanum. Í 76.grein stjórnarskrárinnar segir: Öllur,sem þess þurfa,skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli,atvinnuleysis,örbirgðar og sambærilegra atvika.Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun,sem velferð þeirra krefst.-Þessi grein hefur verið túlkuð svo, að aldraðir og öryrkjar eigi rætt á þeim lífeyri frá almannatryggingum,sem dugi til framfærslu.Veita á einnig aðstoð vegna sambærilegra atvika og tryggja almenna menntun.Þetta dugði til þess að heyrnarlausa stúlkan ætti rétt á túlkaþjónustu og það ætti að duga til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum nægilegan lifeyri. Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn