Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Framsókn á villigötum

fimmtudagur, 11. desember 2003

                         

 

Jónas Jónsson frá Hriflu  var aðalstofnandi Framsóknarflokksins,en einnig var hann viðriðinn stofnun Alþýðuflokksins. Ætlun Jónasar var sú, að þessi flokkar mundu vinna saman;vinnandi fólk til sjávar og sveita.Það hefur  verið allur gangur á því hvernig það hefur tekist. Í Alþýðuflokknum var nokkur hópur manna sem var óánægður með Framsóknarflokkinn,taldi hann hentistefnuflokk,sem  hugsaði um  það eitt að gæta hagsmuna SÍS. Ég var ekki í hópi þessara manna. Ég taldi Framsóknarflokkinn  berjast fyrir svipuðum hugsjónum og Alþýðuflokkurinn gerði,þ.e. fyrir samvinnustefnuna, sem væri í raun grein á meiði jafnaðarstefnunnar. Ég átti mjög gott samstarf við fulltrúa Framsóknar í borgarstjórn Reykjavíkur, einkum þá Kristján Benediktsson,Alfreð Þorsteinsson og Guðmund G.Þórarinsson.

 

  Með tilliti til þess, sem að framan segir urðu það mér mikil vonbrigði þegar Framsóknarflokkurinn hafði forustu um það að hrekja Ingibjörgu Sólrúnu úr embætti borgarstjóra fyrir þær sakir einar að hún vildi bjóða sig fram í varamannssæti til Alþingis. Ég tel víst, að forusta Framsóknarflokksins hafi hér ráðið málum og gefið borgarfulltrúum sínum fyrirmæli um að hrekja  Ingibjörgu Sólrúnu   úr embætti borgarstjóra. Er hætt við því að  þessi  atlaga að Ingibjörgu Sólrúnu verði til þess að R-listinn tapi meirihluta sínum í Reykjavík. Skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Reykjavík eftir að Ingibjörg var hrakin úr embætti leiddi í ljós, að R-listinn var fallinn. Skynsamlegra hefði því verið fyrir Framsókn og VG  að samþykkja tilboð Ingibjargar Sólrúnar um að hún sæti sem borgarstjóri út kjörtímabilið þó hún yrði jafnframt varaþingmaður.

 

Framsóknarflokkurinn hefur mjög fjarlægst  upphaflega stefnu sína,þ.e. samvinnustefnuna. Í dag er aðalbaráttumál  Framsóknar að  koma á einkarekstri og einkavæðingu eins og Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Framsókn minnist ekki  lengur á samvinnurekstur.Svo virðist sem Framsókn hafi gleymt upphaflegum baráttumálum sínum,þ.e. að berjast fyrir félagshyggju og samvinnustefnu. Framsókn er í dag ekki meiri félagshyggjuflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn Framsókn er á villigötum í dag. Vonandi finnur flokkurinn réttu leiðina á ný.

 

       Björgvin Guðmundsson,fyrrverandi borgarfulltrúi

       Birti í Mbl.  2003



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn