Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnEnn svíkur ríkisstjórnin kosningaloforð

fimmtudagur, 18. desember 2003

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn lagði mikla áherslu á það í síðustu þingkosningum,að flokkurinn mundi standa við  þau kosningaloforð,sem flokkurinn gæfi. Nýlega kom fram í fréttum,að flokkurinn mundi ekki standa við kosningaloforðið um jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar,svokölluð Héðinsfjarðargöng. Framkvæmd þessa verks var boðin út fyrir kosningar.Hagstætt  tilboð  barst frá Íslenskum aðalverktökum,sem gerði ráð fyrir,að framkvæmdir hæfust strax á þessu ári og verkinu lyki 2006. En samgönguráðherra  hafnaði öllum tilboðum í verkið og sagði,að vegna  hættu á þenslu í efnahagskerfinu yrði að fresta gerð umræddra jarðganga. Kosningaloforðið var því svikið.(Ný áætlun gerir ráð fyrir,að verkið verði boðið út á ný og verkið mun frestast í mörg ár miðað við fyrri áætlanir.)

  Nú hefur annað kosningaloforð  verið svikið,þ.e. loforðið um að taka upp línuívilnun við fiskveiðar strax í haust.Þetta var eitt af þeim loforðum,sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin gaf vegna mikillar gagnrýni á fiskveiðistjórnunarkerfið í kosningabaráttunni. Nú hefur sjávarútvegsráðherra tilkynnt, að ekkert verði gert í þessu máli fyrr en eftir eitt ár. Kosningaloforðið um framkvæmdir í haust er sem sagt svikið. Áður hafði ráðherrann sagt,að leggja yrði niður byggðakvóta um leið og línuívilnun yrði tekin upp. Í stjórnarsáttmálanum kemur hins vegar skýrt fram,að auka á byggðakvóta samhliða því sem línuívilnun verði tekin upp.Gerð verður krafa til þess,að staðið verði við ákvæði stjórnarsáttmálans í þessu efni.  Kristinn H.Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður sjávarútvegsnefndar alþingis hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir framgöngu hans í þessu máli.Einkum hefur Kristinn gagnrýnt  ráðherrann harðlega fyrir að  lýsa því yfir,að hann  hefði í hyggju að afnema byggðakvóta og taka í staðinn upp línuívilnun.Kristinn segir þetta skýlaust brot á stjórnarsáttmálanum. Ekki sé unnt að afnema byggðakvóta án samþykkis Framsóknarflokksins. Og Framsóknarflokkurinn hafi ekki samþykkt það.Kristinn gagnrýnir sjávarútvegsráðherra einnig harðlega fyrir að fresta  línuívilnun þrátt fyrir kosningaloforðin. Sagði Kristinn,að ef sjávarútvegsráherra stæði ekki við stjórnarsáttmálann í þessu efni ætti hann að segja af sér.

  Ljóst er,að það skortir vilja hjá sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórninni til þess að taka upp línuívilnun. Það er léleg afsökun að segja,að lagaheimild skorti. Það var vitað, þegar kosningaloforðið var gefið,að slíka heimild skorti. Það er auðvelt að kalla þing saman og samþykkja  lög um línuívilnun. Það væri einnig unnt að gefa út bráðabirgðalög um málið  í framhaldi af könnun um að öruggur þingmeirihluti væri fyrir málinu.

Kristinn H. Gunnarsson sagði,að  ríkisstjórnin hefði staðið tæpt í síðustu þingkosningum og  að líklegt megi telja,að loforðin um línuívilnun og aukningu byggðakvóta hafi tryggt stjórninni meirihlutann. Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa látið í ljós svipaðar skoðanir  um þetta atriði og sagt,að ef ríkisstjórnin standa ekki við  kosningaloforð sín í þessum efnum sé hún við völd á fölskum forsendum.Það má til sanns vegar færa.Ríkisstjórnin var ekki spör á kosningaloforðin í síðustu kosningum.M.a. lofaði stjórnin lagfæringum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ljóst er,að þau loforð verða svikin.

Sjávarútvegsráðherra sagði,þegar hann var að réttlæta frestun á línuívilnun,að hann hefði rætt málið við formann Framsóknarflokksins, og formaðurinn hefði ekki gert athugasemdir við frestunina.Var ljóst,að af þessum sökum taldi sjavarútvegsráðherra mál þetta vera í lagi. En Sjálfstæðisflokkurinn gaf ekki Framsóknarflokknum loforð um línuívilnun fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn gaf þjóðinni þetta kosningaloforð. Ef sjávarútvegsráðherra vill komast hjá því að efna þetta loforð verður hann að spyrja þjóðina. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert umboð þjóðarinnar til þess að samþykkja að fresta línuívilnun. Það  skiptir því engu máli hvað formaður Framsóknarflokksins segir um málið.Það er þjóðin, sem ræður í þessu máli.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

 

Birt í Mbl. í júlí 2003N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn