Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Völd forseta Íslands verði óskert

sunnudagur, 8. ágúst 2004

 

 

Þriðja kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands er nú hafið.Forsetinn var settur inn í embætti við hátíðlega athöfn 1.ágúst sl. Flutti forsetinn við það tækifæri mjög góða og athyglisverða ræðu. En ræður Ólafs Ragnars hafa yfirleitt verið mjög góðar og vandaðar og efnisríkar.

 

  Margir þingmenn stjórnarinnar fjarverandi

 

 Það vakti athygli við innsetningarathöfnina,að mjög margir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins voru fjarveraandi. Var aðeins mættur um helmingur af þingmönnum ríkisstjórnarinnar.Er ljóst,að margir  þingmanna ríkisstjórnarinnar,sem voru fjarverandi,  hafa verið að mótmæla  synjun forseta á staðfestingu lagafrumvarps 2.júní sl. með fjarveru sinni.Svo virðist sem þingmenn ríkisstjórnarinnar hafi enn ekki sætt sig við það,að  forseti Íslands skyldi hinn 2.júni sl. nota stjórnarskrárbundið  vald sitt til þess að synja lagafrumvarpi undirskriftar. Tala margir þingmenn ríkisstjórnarinnar  nú um það fullum fetum að fella þurfi út úr stjórnarskránni heimild forseta til þess að synja frumvarpi undirskriftar og vísa því til þjóðarinnar.

 

 Forseti Íslands hafi áfram valdið

 

  Ég tel,að völd forseta Íslands eigi að vera óskert í þessu efni. Ég tel,að  forseti Íslands eigi áfram að hafa vald til þess að  vísa lagafrumvarpi til þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu  með því að synja staðfestingar á því með undirskrift.Þetta er öryggisventill sem þarf að vera áfram fyrir hendi.Sagan leiðir í ljós,að forsetar Íslands hafa farið sparlega með þetta vald. Forseti Íslands  hefur aðeins einu sinni á 60 árum beitt þessu valdi.

 

Skynsamleg ákvörðun 1944

 

Það   er alger misskilningur hjá fulltrúum ríkisstjórnarinnar,að forseti Íslands hafi verið að berjast gegn þinginu  með því að synja fjölmiðlafrumvarpinu undirskriftar.Þeir merku þingmenn Íslands,sem lögðu til 1944,að forseti Íslands hefði umrætt vald, voru ekki að leggja til að forseti Íslands berðist gegn þinginu. Þeir voru  að leggja til,að unnt væri í vissum tilvikum að vísa málum til þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu.Til álita kom,að forseti hefði vald til þess að synja alfarið lögum staðfestingar án þess,að lög tækju ei að síður gildi. En talið var skynsamlegra,að forseti gæti vísað málum til þjóðarinnar og að lög tækju gildi þó þeim væri synjað staðfestingar.

 

Endurskoðun stjórnarskrárinnar

 

 Endurskoðun stjórnaraskrárinnar stendur nú fyrir dyrum.Sú endurskoðun er mikið verk og tímafrekt. Mikilvægt er að víðtæk samstaða allra stjórnmálaflokka náist um þá endurskoðun. Æskilegt  er,að sett verði í stjórnarskrána ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málum. Ákveðinn hluti þingmanna og viss hluti þjóðarinnar á að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En heimild forseta til þess að vísa málum til þjóðarinnar á einnig áfram að vera til staðar. Hins vegar má telja víst,að ef sett verða í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu,  þá mun forseti  sárasjaldan nota sína heimild  til að vísa málum til þjóðarinnar.

 

 Valdið liggur hjá þjóðinni

 

Það er rétt,sem forseti Íslands sagði í innsetningarræðu sinni 1.ágúst sl.,að valdið liggur hjá þjóðinni. Það þarf að styrkja vald þjóðarinnar og það verður m.a. gert með því að rýmka heimildir til þess að láta þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 8.ágúst 2004

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn