Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ekki hefur tekist að verja velferðarkerfið að fullu

laugardagur, 29. september 2012

 
Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,sagði nýlega, að stærsti sigur sitjandi ríkisstjórnar væri vörn velferðarkerfisins.En hefur ríkisstjórninni tekist að verja velferðarkerfið að fullu? Lítum á það mál. Stærstu þættir velferðarkerfisins eru heilbrigðiskerfið og almannatryggingarnar.Einna mesti niðurskurðurinn hefur átt sér stað í heilbrigðismálunum og ekki hvað síst á Landsspítalanum sjálfum.Á Landsspítalanum er búið að skera niður inn að beini og orðið erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Á krepputímanum , frá 2008, hefur rekstrarfé spítalans verið skorið niður um 25%. Niðurskurðurinn nemur 8,6 milljörðum kr. Starfsfólki hefur verið fækkað um 600 manns. Hjúkrunardeildum hefur verið lokað úti á landi.Það hefur bitnað illa á öldruðum. Og fæðingardeildum hefur verið lokað á mörgum stöðum á landsbyggðinni.Víða er það nú þannig , að konur geta ekki lengur fætt í sinni heimabyggð, heldur verða þær að fara um langan veg á sjúkrahús til þess að fæða og kjósa þá margar konur að fara til Reykjavíkur.Í sumar var göngudeild fyrir kransæðasjúklinga á Landsspítalanum lokað. Áður hafði líknardeild Landakots verið lokað.Hún var stofnuð fyrir rúmum 10 árum til þess að hlynna að mjög veikum öldruðum sjúklingum síðasta spöl lífs þeirra. Stofnkostnaður deildarinnar var að miku leyti greiddur úr framkvæmdasjóði aldraðra en einnig með gjafafé, m.a. frá Rauða krossinum.Það er mjög óeðlilegt að loka deild, sem stofnað er til á þennan hátt. St.Jósefsspítala í Hafnarfirði hefur einnig verið lokað en þar var rekin mjög góð heilbrigðisþjónusta. Af því, sem hér hefur verið nefnt, er ljóst, að ekki hefur tekist að verja heilbrigðisþjónustuna.
 
Skorið niður í almannatryggingum
 
En hvað þá með almannatryggingarnar? Hefur tekist að verja þær? Lítum á það mál: Það hefur verið skorið talsvert niður í almnannatryggingum og m.a.hefur lífeyrir aldraðra og öryrkja verið skertur umtalsvert.Ríkisstjórnin lét setja lög á árinu 2009 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar var gert ráð fyrir niðurskurði í almannatryggingum, m.a. hjá lífeyrisþegum. Þessar ráðstafanir tóku gildi 1.júlí 2009.Stór hópur aldraðra og öryrkja var þá sviptur grunnlífeyri, þar eð greiðslur úr lífeyrissjóði voru þá reiknaðar með tekjum við útreikning á grunnlífeyri. en það hafði ekki verið gert áður.Þó hafði þessi hópur greitt til almannatrygginga, beint og óbeint, alla sína starfsævi.Meira en 5000 lífeyrisþegar urðu fyrir kjaraskerðingu vegna þessarar ráðstöfunar. Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% með þeim afleiðingum, að 19000 eldri borgarar urðu fyrir kjaraskerðingu og frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra var lækkað úr 110 þús. kr. á mánuði í 40 þús. kr. á mánuði. Niðurskurðurinn vegna ráðstafana, sem tóku gildi 2009, nam 5 milljörðum kr. á ársgrundvelli.En auk þess, sem skorið hefur verið niður í almannatryggingum, var lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur nær allan krepputímann. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki fengið sambærilegar hækkanir á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum.Samkvæmt lögum um almannatryggingar á hækkun lífeyris að taka mið af hækkun launa og verðlags og aldrei að hækka minna en sem nemur hækkun neysluvísitölu. Ekki hefur verið staðið við þetta og því hefur lífeyrir aldraðra og öryrkja dregist aftur úr í launaþróuninni á krepputímanum .Til þess að jafn metin þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 20% strax.
 
Kjör aldraðra og öryrkja þoldu ekki niðurskurð
 
Það er er því ljóst, að ekki hefur tekist að verja velferðarkerfið að fullu. Heilbrigðiskerfið hefur stórskaddast á stjórnartíma ríkisstjórnarinnar vegna mikils niðurskurðar.Og almannatryggingar hafa verið skornar niður með þeim afleiðingum, að kjör aldraðra og öryrkja hafa verið skert verulega. Ég tel, að kjör aldraðra og öryrkja hefðu átt að vera undanskilin niðurskurði. Kjörin eru svo lág að þau þola ekki niðurskurð.
Á sama tíma og skorið er niður í heilbrigðiskerfi og almannatryggingum getur ríkisstjórnin ekki haldið því fram, að tekist hafi að verja velferðarkerfið að fullu.Það hefur sjálfsagt verið reynt að takmarka niðurskurðinn en ekki er að sjá að þeirri stefnu hafi verið fylgt í heilbrigðiskerfinu.Þar er niðurskurðurinn mjög harkalegur. Niðurskurður almannatrygginga er ef til vill aðeins mildari en kjör stórs hóps aldraðra og öryrkja eru það slæm, að þau þola enga skerðingu. Einhleypur ellilífeyrisþegi hefur aðeins 174 þús. kr. á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, miðað við að hann hafi engar aðrar tekjur.Ellilífeyrisþegi,sem er í hjónabandi eða í sambúð, fær aðeins 156 þús. kr. eftir skatt frá almannatryggingum.Hvernig á að vera unnt að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum fjárhæðum? Það er ekki unnt. Það er rétt, að þetta dugi fyrir húsnæði og brýnustu nauðsynjum en ekki er unnt að veita sér neitt þar fyrir utan af svo lágum lífeyri. “Velferðarstjórn” hefði átt að hlífa öldruðum og öryrkjum við niðurskurði og það hefði alls ekki átt að frysta lífeyri þeirra eins og gert var.
 
 Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 29.sept.2012
 
 

 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn