Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lífeyrissjóður skerði ekki tryggingabætur

þriðjudagur, 20. september 2011

Hver verða næstu skrefin í kjarabaráttu eldri borgara? Næsta skrefið er að afturkalla kjaraskerðinguna,sem Árni Páll Árnason þáverandi félagsmálaráðherra lét lögleiða 1.júlí 2009.Þá voru kjör eldri borgara og öryrkja skert verulega vegna kreppunnar en tekið fram, að um tímabundnar ráðstafanir væri að ræða.Nú er aðeins farið að rofa til, hagvöxtur að byrja og staða ríkisfjármála hefur batnað mikið frá því bankahrunið skall á.Þess vegna er tímabært að afturkalla kjaraskerðinguna frá 1.júlí 2009. Voru sviptir grunnlífeyri almannatrygginga Skerðing tryggingabóta var stóraukin 1.júlí 2009. Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið tæpar 110 þúsund krónur á mánuði, var fært niður í 40 þúsund krónur á mánuði.Það var sem sagt ákveðið að refsa þeim eldri borgurum, sem voru að reyna að vinna svolítið.Ég efast um, að ríkið hafi grætt mikið á þessari ráðstöfun.Margir eldri borgarar hafa hætt að vinna vegna þessa og við það missir ríkið skatttekjur.Það hefði verið óhætt að hafa frítekjumarkið óbreytt. Tilfinnanlegast var þó, að ákveðið var að láta greiðslur úr lífeyrissjóði hafa aukin áhrif á útreikning grunnlífeyris. Við þessa ráðstöfun missti mikill fjöldi eldri borgara grunnlífeyri sinn og hefur nú engan lífeyri frá almannatryggingum.Tekjur 5210 eldri borgara frá almannatryggingum lækkuðu við þetta.Mér er til efs, að þessi ráðstöfun standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Mikill fjöldi eldri borgara fær nú ekki krónu frá almannatryggingum en hefur þó borgað til þeirra allan sinn starfsferil.Þegar almannatryggingar voru stofnaðar var tekið skýrt fram, að þær ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags.Eftir breytingu þá, sem Árni Páll gerði 1.júlí 2009, eru almannatryggingar fyrir ákveðin hóp fólks en ekki fyrir alla. Það er verið að breyta tryggingunum í átt til fátækraframfærslu.Þetta gengur þvert á upphaflegt markmið almannatrygginga. Sem dæmi um það hvernig þetta hittir vissan hóp fyrir má nefna, að þegar 50 þús króna eingreiðsla var ákveðin fyrir launþega og bótaþega almannatrygginga í nýgerðum kjarasamningum var ákveðið að þeir, sem hefðu ekki grunnlífeyri fengju ekki heldur þessa eingreiðslu. Fyrst er þessi hópur strikaður út úr kerfi almannatrygginga og síðan er hann sviptur kjarabótum, sem samið er um, að launþegar og lífeyrisþegar eigi að fá.1.júlí 2009 var tekjutryggingin einnig skert beint, þar eð skerðingarhlutfall hennar var hækkað úr 38,35% í 45%. Við þetta lækkuðu tekjur 18940 eldri borgara. Það verður að afturkalla alla kjaraskerðinguna frá 2009.En auk þess þarf að afnema með öllu skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Launþegar,sem greitt hafa í lífeyrissjóð allan sinn starfsferil, eiga að njóta að fullu lífeyris síns þegar þegar fara á eftirlaun.En það gera þeir ekki, ef tryggingabætur eru skertar á móti greiðslum úr lífeyrissjóði eins og nú er gert.Þessa skerðingu verður að afnema strax. Það var aldrei meiningin, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, að þeir mundu skerða tryggingabætur.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga. Björgvin Guðmundsson Birt í Mbl. 14.sept. 2011


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn