Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður

miðvikudagur, 28. mars 2007

 

 

 

Það mun hafa verið Albert heitinn Guðmundsson, sem fyrstur hreyfði þeirri hugmynd í borgarstjórn Reykjavíkur leggja ákveðinn skatt á hvern gjaldanda í landinu til þess   kosta byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Við sem þá sátum með Albert í borgarstjórn urðum strax hrifnir af þessari hugmynd hans og það skapaðist þverpólitísk samstaða um hana. Hugmyndin náði fram ganga og það var lögfest   leggja á landsmenn gjald,sem mynda skyldi framkvæmdasjóð  aldraðra til þess kosta framkvæmdir við byggingu stofnana fyrir eldri borgara. En misvitrir stjórnmálamenn hafa eyðilagt framkvæmdasjóðinn. Það var opnuð heimild til þess sjóðurinn kostaði einnig í vissum tilvikum rekstur hjúkrunarheimila og stofnana og eins og ég hefi bent á áður  í greinum mínum hafa margir milljarðar verið teknir úr sjóðnum til reksturs. Það var aldrei meiningin, þegar sjóðurinn var stofnaður, láta neitt renna úr honum til reksturs.Alls munu hafa verið teknir 3-4 milljarðar úr framkvæmdasjóðnum til eyðslu, til  reksturs á undanförnum árum. Það er forkastanlegt, þar þetta hefur gerst á sama tíma og mikil vöntun hefur verið á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og biðlistar hafa verið mjög langir. Það eru ráðherrar heilbrigðis og tryggingamála,sem bera ábyrgð á þessu ráðslagi.

 

Framkvæmdasjóður látinn styrkja söng og listir!

 

En ráðherrar hafa ekki látið við það sitja taka fjármagn úr framkvæmdasjóði til reksturs. Nei þeir hafa einnig látið sjóðinn styrkja ýmis gæluverkefni  á sviði menningar-og listastarfsemi og meira segja hefur núverandi heilbrigðisráðherra látið sjóðinn kosta útgáfu  áróðursbæklings.Mig rak í rogastans, þegar ég heyrði Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, alþingismann, segja frá því á Útvarpi Sögu, framkvæmdasjóður aldraðra hefði styrkt ýmis  verkefni á sviði söng-og listastarfsemi.Þessar styrkveitingar eru mínu mati ólöglegar eða a.m.k stríða gegn anda laganna..Sjóðurinn er kominn langt út fyrir sitt markmið með því veita peningum í slík verkefni.Í rauninni er hér um misnotkun á sjóðnum ræða.

 

Milljörðunum verði skilað til  aldraðra

 

Eldri borgarar krefjast þess, ríkið skili aftur þeim milljörðum, sem teknir hafa verið úr framkvæmdasjóði til eyðslu.Aldraðir vilja þessa peninga til byggingar hjúkrunarheimila.Eldri borgarar vilja einnig til baka þá fjármuni,sem stjórnarflokkarnir hafa haft af öldruðum í skertum lífeyri  síðustu 12 árin.Þar er um 40 milljarða ræða. Stjórnvöld lofuðu því 1995, aldraðir mundu sömu uppbætur á lífeyri  sinn eins og láglaunafólk fengi á laun sín. Þetta fyrirheit var svikið. Þau svik hafa kostað aldraða 40 milljarða.Ríkið verður leiðrétta kjör aldraðra með því greiða þeim þessa fjárhæð til baka strax.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu  28.3  2007



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn