Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnHerþoturnar 4 eru vopnlausar

þriðjudagur, 2. desember 2003

 

Íslenskir blaðamenn voru fyrir skömmu á ferð í Washington til þess að ræða við bandaríska ráðamenn um varnarliðið á Íslandi  og væntanlegar breytingar á því. M.a. fengu þeir þær fréttir,að herþoturnar fjórar,sem miklar deilur hafa staðið um,séu vopnlausar og að svo hafi verið undanfarin ár. Herþoturnar,sem eiga að verja Ísland,eru sem sagt vopnlausar!Það hefur sjálfsagt veitt mörgum Íslendingum öryggistilfinningu að  sjá bandarískar herþotur fljúga yfir Íslandi enda hafa þeir talið,að þoturnar væru vopnaðar. En svo er ekki. Minnir þetta á söguna um nýju fötin keisarans!Fréttamaður  Stöðvar 2,sem var í ferðinni til Washington, sagði í viðtali við Útvarp Sögu, að Ísland hefði verið varnarlaust mörg undanfarin ár. Hann sagði í sama viðtali,að það hefði komið skýrt fram á fundi í Washington,að bandarísk  stjórnvöld væru ekki hætt við að flytja herþoturnar frá Íslandi. Því hefði aðeins verið frestað. Bandarísk stjórnvöld teldu,að sú ógn,sem áður steðjaði að Íslandi,væri ekki lengur til staðar. Björn Bjarnason,ráðherra, sagði í viðtali við  Útvarp Sögu,að hann gerði ekki mikið úr því þó þoturnar væru vopnlausar. Ekki tæki langan tíma að vopna þær.

 

Kátbroslegt erindi Íslands

 

 Almenningur hefur furðað sig á því hversu mikla áherslu ríkisstjórnin hefur lagt á það að hafa umræddar 4 herþotur staðsettar á Íslandi, eins og varnir Íslands stæðu og féllu með því að 4 flugvélar væru hér. Þetta mun vekja enn meiri furðu,þegar það hefur nú verið upplýst,að herþoturnar eru vopnlausar.Er ljóst,að vera þeirra á Íslandi er fyrst og fremst táknræn og  að þær eru hér til eftirlitsflugs en ekki til þess að verja landið. Bandaríkjastjórn vill staðsetja herþoturnar 4 á Bretlandseyjum en láta þær annast  áfram eftirlit  við Ísland. Þessi breyting hefur verið ákveðin. Ríkisstjórn Íslands hefur grátbeðið  Bandaríkjastjórn að leyfa,  að hinar vopnlausu herþotur  verði áfram staðsettar á Íslandi. Má telja víst,að erindi  Íslands hafi þótt kátbroslegt í Washington.Fyrir þrábeiðni Íslands hefur því nú verið frestað  að senda herþoturnar á brott.

 

 Ekki lengur þörf á herþotunum hér

 

  Það er mat Bandaríkjastjórnar,að ekki sé lengur þörf á herþotum  á Íslandi. Raunar hefur  jafnt og þétt verið fækkað í flugflota Bandaríkjahers hér á landi á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn telur,að minnka megi verulega umsvif varnarliðsins hér á  landi  vegna þess að friðvænlegra er í heiminum en áður var.Innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins heyrast raddir um að kalla eigi varnarliðið á brott frá Íslandi.  Varnarliðið kom hingað á sínum tíma fyrir frumkvæði NATO og Bandaríkjanna. Nú virðast Bandaríkin telja litla sem enga þörf á varnarliði hér lengur. Ísland ætti að óska eftir mati NATO á  því hver teljast mætti lágmarksvarnarviðbúnaður hér á landi. Eðlilegra er að NATO meti  það fremur en ríkisstjórn Íslands. Ríkisstjórnin  hefur enga þá herfræðiþekkingu,sem geri henni mögulegt að meta  nauðsynlegan varnarviðbúnað Íslands. Ef Bandaríkin vilja fara með varnarliðið á brott héðan, á Ísland að samþykkja það nema NATO telji nauðsynlegt að hafa hér varnarviðbúnað áfram.

 

Pukrast með viðræðurnar

 

Mikið pukur hefur verið viðhaft í viðræðum Íslands við Bandaríkin um varnarmálin.Eins og menn muna var því haldið leyndu fram yfir kosningar sl. vor,að Bandaríkin hefðu í byrjun mai  sl. tilkynnt Íslendingum,að fara ætti með herþoturnar 4 á  brott frá Íslandi.Forsætisráðherra upplýsti þetta ekki fyrr en eftir kosningar. Utanríkismálanefnd fékk heldur ekkert að vita um þetta. Síðan hefur verið haldið áfram að pukrast með málið. Athyglisvert er,að það eru   íslenskir  blaðamenn,sem upplýsa eftir viðtöl við bandaríska ráðamenn, að herþoturnar séu  vopnlausar. Eðlilegra hefði verið að þessar upplýsingar hefðu komið frá  íslenskum ráðamönnum eða embættismönnum. Eða var þeim  ekki kunnugt um,að flugvélarnar væru vopnlausar? Meiri upplýsingar hafa borist frá  íslensku blaðamönnunum  um mat Bandaríkjanna á vörnum Íslands en höfðu áður borist frá  íslenskum ráðamönnum.Er það dæmigert fyrir það hvernig hefur verið haldið á þessu máli.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

Birt í Morgunblaðinu 2003

 

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn