Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Engar skattalækkanir næsta ár

laugardagur, 29. nóvember 2003



Ríkisstjórnin hefur nú verið við völd í rúma 100 daga. Það er ekki langur
tími  en gefur þó vísbendingu um það   hvort stjórnin ætlar  að breyta um
stefnu með hliðsjón af   síðustu þingkosningum eða hvort hún ætlar að berja
hausnum við steininn og halda uppteknum hætti.Því miður er allt útlit
fyrir,að hið síðarnefnda verði ofan á. Fyrstu mánuðir ríkisstjórnarinnar við
völd benda ekki til þess að stjórnin hafi tekið sinnaskiptum. Þvert á móti.
 Fyrir skömmu hélt Framsóknarflokkurinn fund á Austfjörðum,þar sem allir
foringjar flokksins og þingmenn voru  viðstaddir. Það sem vakti einna mesta
athygli frá fundinum var sú yfirlýsing,er þar kom fram,að ekki yrði um
neinar skattalækkanir að ræða næsta ár! Skattamálin voru eitt stærsta málið
í síðustu þingkosningum og stjórnarflokkarnir lofuðu báðir miklum
skattalækkunum. Sjálfstæðisflokkurinn gekk þó fetinu framar í því efni. En
báðir flokkarnir lofuðu mikilli lækkun tekjuskatts.Forsætisráðherra sagði,að
skattamálin yrðu lögð fyrir þingið strax í haust og mundi þá koma í ljós
hvernig skattar yrðu lækkaðir.Sjálfsagt hafa loforð stjórnarflokkanna um
skattalækkanir  átt þátt í því,að stjórnin hélt velli.  En nú bendir allt
til þess,að þetta kosningaloforð verði svikið.
Áður hefur komið fram,að  loforð ríkisstjórnarinnar um línuívilnun strax í
haust hefur verið svikið.Hið sama er að segja um Héðinsfjarðargöng,milli
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Það var einnig svikið að hefja framkvæmdir við
þau á tilsettum tíma.Verkið  var boðið út en öllum tilboðum hafnað á þeim
forsendum,að  framkvæmdir gætu valdið þenslu!
 Ástandið í efnahags-og atvinnumálum er  mjög ótryggt um þessar mundir.
Atvinnuleysi hefur verið mun meira á þessu ári en í fyrra. Á fyrstu 8
mánuðum þessa árs hefur atvinnuleysi  numið 3,5% af mannafla á vinnumarkaði
en á öllu sl. ári nam það 2,5%.Námu greiðslur atvinnuleysisbóta 1 milljarði
meira fyrstu 8 mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra.Alls námu greiðslur
atvinnuleysisbóta 2,7 milljörðum fyrstu 8 mánuði ársins. Húsnæði heldur
áfram að hækka,bæði eignaríbúðir og leiguíbúðir. Alls nam verðhækkun á
íbúðum í fjölbýlishúsum 8,1% á fyrstu 6 mánuðum þessa  árs.Húsnæðisliður
vísitölu neysluverðs hækkaði um 1,2% í júli sl. og um 1,3% í ágúst. Hefur
hækkun á þessum lið ekki verið svo mikil síðan í mai 2000. Þessi hækkun á
húsnæði eykur verðbólguna og getur ásamt öðru leitt til þess að
verkalýðshreyfingin krefjist leiðréttingar  í formi kjarabóta.Verðbólgan
nemur 2% sl. 12 mánuði.  Ástandið er því engan veginn tryggt.
 Skoðanakönnun Fréttablaðsins,sem gerð var nýlega, bendir til þess að fylgi
Framsóknarflokksins hafi minnkað á ný og sé orðið eins og það var lengst af
í kosningabaráttunnni en fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi aukist. Fylgi
Samfylkingar er svipað og í kosningunum, örlítið meira. Fylgi annarra flokka
breytist lítið. Það kemur ekki á óvart,að fylgi Framsóknar sé að minnka á
ný. Fylgi flokksins í kosningunum fékkst út á auglýsingabrellur og  ljóst
var,að það mundi aldrei haldast lengi.Framsóknarflokkurinn hefur minnkað
vegna stjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokksins og kom  það fylgistap
þegar fram í kosningunum 1999. Ljóst er, að Framsókn réttir sig ekki af fyrr
en flokkurinn slítur stjórnarsamvinnunni við Sjálfstæðisflokkinn.Ef allt
hefði verið með felldu hefði Framsókn slitið samvinnunni við
Sjálfstæðisflokkinn strax eftir síðustu kosningar. Það er mjög óeðlilegt,að
Framsókn skyldi efna til samstarfs  við Sjálfstæðisflokkinn þriðja
kjörtímabilið í röð og það þrátt fyrir mikið fylgistap í kosningunum
1999,sem staðfest var í kosningunum nú. Það er aðeins ein skýring á því
hvers vegna Framsókn kaus að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn:
Hégómi formanns Framsóknar.Formaðurinn fær að vera forsætisráðherra síðari
hluta kjörtímabilsins. Davíð verður þó áfram í stjórninni og mun áfram ráða
öllu.En hann vissi,að með því að bjóða formanni Framsóknar að  stýra fundum
ríkisstjórnar um skeið gæti hann framlengt völd stjórnarinnar eitt
kjörtímabilið enn. Og það gekk eftir.

Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur

Birt í Morgunblaðinu 2003





N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn