Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÖssur ötull við innra starf flokksins

fimmtudagur, 20. janúar 2005

 

 

Það er fagnaðarefni,að  stofnuð hafa verið tvö ný 60+ félög á Norðurlandi,bæði á Siglufirði og  á Húsavík.Voru stofnfundir haldnir í þessum mánuði að viðstöddum formanni flokksins,Össuri Skarphéðinssyni en Össur átti stóran þátt í stofnun þessara nýju félaga eldri borgara. Hefur Össur mjög látið málefni aldraðra til sín taka og  óspart kvatt til þess að  60+ félög væru stofnuð sem víðast. 60+ á Akureyri hélt ágæta ráðstefnu um málefni aldraðra í nóv. sl. og átti ég þess kost að  taka þátt í þeirri ráðstefnu og flytja erindi um kjör aldraðra. Formaður Samfylkingarinnar,Össur Skarphéðinsson tók einnig þátt í þessari ráðstefnu  og flutti ræðu. Hefur Össur verið mjög ötull við að heimsækja flokksfélög vítt og breitt um landið.

 

  Innra starf flokksins mikilvægt

 

Innra starf Samfylkingarinnar er mjög mikilvægt og oft hefur það verið svo gegnum tíðina,að flokksleiðtogar hafa ekki gefið sér tíma til þess að sinna því, þar eð þeir hafa verið önnum kafnir við að sinna  þingstörfum,mæta í sjónvarpi og í öðrum fjölmiðlum o.s.frv. Þrátt fyrir slíkar formannsskyldur hefur Össur  sinnt innra starfi flokksins mjög vel  og það ber að þakka það. Úr því ég er farinn að ræða innra starf Samfylkingarinnar vil ég þakka Össuri Skarphéðinssyni fyrir að hafa leyst húsnæðismál Samfylkingarinnar svo myndarlega sem gert hefur verið með hinum myndarlegu höfuðstöðvum flokksins við Hallveigarstíg. Hinar nýju höfuðstöðvar eru Samfylkingunni og formanni hennar til mikils sóma.

 

Björgvin Guðmundsson

fyrrverandi borgarfulltrúi

og stjórnarmaður í 60+ í Rvk.


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn