Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Breytt landslag í íslenskum stjórnmálum

föstudagur, 28. nóvember 2008

 
 
Það eru mikil tíðindi í íslenskum stjórnmálum,að tveir stjórnmálaflokkar,Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, ætla að halda flokksþing í janúar n.k. og fjalla m.a. um afstöðuna til Evrópusambandsins.Miðað við samþykkt Framsóknar á síðasta miðstjórnarfundi flokksins má reikna með, að flokkurinn samþykki að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.Framsókn hefur þokast að því marki lengi  undanfarið.Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað sérstaka Evrópunefnd,sem fjalla á um afstöðuna til Evrópusambandsins og leggja niðurstöðuna fyrir landsfund flokksins,sem haldinn verður í lok janúar n.k. Búist er við því að það dragi til tíðinda í Evrópumálum hjá Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum.Samtök atvinnulífsins eru þeirrar skoðunar, að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu og  hið sama er að segja um Alþýðusamband Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf sótt mikið fylgi til atvinnurekenda og ef flokkurinn ætlar að ganga  í takt við atvinnulífið  verður hann að breyta stefnu sinni varðandi ESB. Sjálfstæðisflokkurinn á einnig  talsvert fylgi í verkalýðshreyfingunni og þar er enn  ákveðnari stuðningur við ESB  en hjá Samtökum atvinnulífsins. Fjármálakreppan rekur á eftir því, að ríkisstjórnin taki  afstöðu til ESB.Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn  breyti afstöðu sinni í Evrópumálum á landsfundinum í janúar og samþykki að sækja eigi um aðild að ESB. Ef það verður niðurstaðan yrðu það stórtiðindi íslenskum stjórnmálum.Ekkert er þó öruggt í því efni fyrr en landsfundur flokksins hefur afgreitt málið og búast má við talsverðum ágreiningi.
 
Kosningar í vor?
 
Afstaðan til ESB getur haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið. Það er á stefnuskrá Samfylkingarinnar að sækja eigi um aðild að ESB en í stjórnarsáttmálanum segir aðeins,að fylgjast eigi vel með öllum breytingum varðandi  ESB og láta hagsmuni Íslands ráða.Hins vegar hefur fjármálakreppan orðið til þess, að margir Samfylkingarmenn vilja að strax verði ákveðið að sækja um aðild að ESB. Margir telja, að umsókn um aðild að sambandinu mundi hafa góð áhrif og verða til  þess að auka traust  á okkur erlendis. Umsókn mundi  benda til þess að Ísland ætlaði  að skipa sér í sveit með þjóðum Evrópusambandsinds og stefndi að því að taka upp evru.Hávær krafa er um það hjá almenningi,að fram fari þingkosningar næsta vor.Menn telja, að á þann hátt axli stjórnmálamenn ábyrgð á því hvernig komið er í fjármálum og efnahagsmálum þjóðarinnar. Verði það  niðurstaðan  munu  kosningarnar snúast um fjármálakreppuna og Evrópusambandið.Taki Sjálfstæðisflokkurinn afstöðu með ESB mun það styrkja stjórnarsamstarfið.En ef Sjálfstæðisflokkurinn fellir að sækja um aðild að ESB er meiri óvissa um framhald stjórnarsamstarfs.Það er þó vel hugsanlegt,að stjórnin haldi áfram ei að síður.Grasrótin í Samfylkingunnu mun þó telja nauðsynlegt, að stjórnarflokkarnir endurnýi umboð sitt og að fram fari þingkosningar.Ég tel víst, að í öllu falli leggi Samfylkingin höfuðáherslu á aðild að ESB í næstu kosningum.
 
Hrun bankanna
 
Fólk ræðir að vonum mikið um hrun bankakerfisins.Hvernig gat það gerst,að allir stóru bankarnir 3 hryndu  í einu og kæmust í þrot. Aðalástæðam er sú, að  bankarnir voru orðnir alltof stórir  og skulduðu alltof mikið erlendis.Þeir tóku meiri og meiri erlend lán og enginn gerði athugasemd. við það. ( Þorvaldur Gylfason prófessor gerði þó athugasemdir) .Þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á og allar lánalínur lokuðust gátu bankarnir ekki endurfjármagnað sig lengur og fóru á hliðina.Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, sváfu  á verðinum.Þessir eftirlitsaðilar horfðu á íslensku bankana bólgna út og skuldsetja sig meira og meira en gerðu ekkert í málinu. Það voru haldnir fundir og vakin athygli á slæmri þróun bankanna í þessu efni en ekkert var gert.Forsætisráðherra segir,að bankastjórar viðskiptabankanna hafi sagt stöðuna betri en Seðlabankinn sagði.Þeir  virðast hafa fegrað ástandið.En raunveruleg staða bankanna lá öll fyrir í uppgjörum bankanna og öðrum gögnum.Seðlabankinn gat fylgst með lausafjárstöðu þeirra.Ég tel, að eftirlitsaðilar hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni. Ríkisstjórnin brást einnig. Þessir aðilar voru allir stungnir svefnþorni.Það var ekki nóg að hrópa viðvörunarorð. Það þurfti aðgerðir. Og þeir aðilar,sem höf'ðu yfir þeim að ráða, áttu að beita þeim.
 
Er rétt að ganga í ESB?
 
Margir hagfræðingar telja,að ef Ísland hefði verið í ESB og með evru,  séu minni líkur á því að bankakerfið hér hefði komist í þrot.Ein ástæðan fyrir erfiðleikum bankanna var sú, að þeir höfðu ekki nægan gjaldeyri og Seðlabankinn gat ekki séð þeim fyrir gjaldeyri.Ef evra hefði verið í gildi hér hefði það vandamál ekki komið upp.Og þá er komið að stóru spurningunni: Á Ísland að ganga í ESB og taka upp evru? Ég hallast að því. Það er aðeins eitt mál,sem vefst fyrir  mér í því sambandi og það er fiskveiðilandhelgin,sjávarútvegsmálin. Ef við fáum viðunandi samning um þau mál,tel ég að við eigum að ganga í ESB. Ef við göngum í ESB verður fiskveiðiheimildum við Ísland úthlutað í Brussel en ekki hér heima. Hins vegar bendir allt til þess að Íslendingar fengju allar,eða nær allar fiskveiðiheimildirnar. Það er vegna þess,að Íslendingar hafa mesta veiðireynslu hér og ESB úthlutar á grundvelli veiðireynslu.Gallinn er aðeins sá, að ekki er unnt að fá tryggingu fyrir þessu fyrirfram.Það er mjög erfitt að fá undanþágu frá ákvæði ESB um sjávarútvegsmál. Við munum að sjálfsögðu reyna það.Og ef til vill getum við fengið  tímabundna undanþágu.Sviar og Finnar fengu að vísu undanþágu fyrir landbúnað sinn vegna  norðlægra,    afskekktra  svæða sem væru í erfiðleikum. Við getum reynt að fá slíka undanþágu  en vandinn er sá, að íslenskur sjávarútvegur hefur yfirleitt gengið vel og þess vegna er verra að fá undanþágu.Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap hefur minnkað.Það eykst eitthvað á ný vegna hruns bankanna.Það er ljóst,að það mun fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um samningsniðurstöður Íslands í viðræðum við .ESB. Ég tel ekki, að við missum neittt frekara sjálfstæði   við aðild að ESB en orðið er við aðild að EES.Það er mikilvægt að komast að stjórnarborði ESB og hafa möguleika á því að taka upp evru. Krónan er ónýt, Ég tel,að það geti falist mikil  tækifæri í aðild að Evrópusambandinu.
 
Björgvin Guðmundsson
 
 Birt í Morgunblaðinu 28.nóv.2008


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn