Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Alþjóðlegt matsfyrirtæki gagnrýnir efnahagsstefnu Íslands.Skuldastaða landsins hin hæsta af löndum,sem fyrirtækið metur

miðvikudagur, 22. febrúar 2006

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur gagnrýnt efnahagsstefnu Íslands.Hefur fyrirtækið breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt úr stöðugum í neikvæðar.

 

Viðskiptahalli og aukning  hreinna  erlendra skulda

 

 Ástæðan fyrir því,að  alþjóðlega matsfyrirtækið hefur breytt  horfum á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs eru vísbendingar um talsvert aukna áhættu í þjóðarbúskap Íslendinga vegna verulegs viðskiptahalla,hratt vaxandi  hreinna erlendra skulda og vaxandi verðbólgu.Fitch,alþjóðlega matsfyrirtækið segir,að Seðlabankinn hafi aðeins náð að hækka  raungengi krónunnar og auka viðskiptahallann með 12 stýrivaxtahækkunum síðan í mai 2004.Seðlabankinn nái ekki að sporna við óhagstæðriþróun upp á eigin spýtur.Fitch gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda og segir,að ástæðan fyrir aðgerðarleysi þeirra sé sú skoðun ríkisvaldsins,að núverandi ójafnvægi í efnahagsmálum eigi rætur sínar að rekja til einkageirans og muni lagast af sjálfu sér í fyllingu tímans. Fitch segir,að einn mikilvægasti lærdómurinn,sem draga megi af Asíukreppunni í efnahagsmálum sé sá,að ríki sem virðast búa við traust ríkisfjármál taki mikla áhættu með því að líta framhjá ójafnvægi í einkageiranum.Síðan segir Fitch:” Hrein erlend skuldastaða Íslands erhærri  en nokkurs annars lands,sem metið er af Fitch.”

 

Skuldsetning bankanna gagnrýnd

 

  Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch  gagnrýnir skuldsetningu íslensku bankanna erlendis og segir,að bankarnir séu mjög háðir  erlendri fjármögnun og megi illa  við útilokun frá erlendum fjármálamörkuðum. Lán til einkageirans,sem að miklu leyti eru vísitölubundin eða gengisbundin eru talin hafa numið 218% af vergri landsframleiðslu í árslok 2005. Höfðu þau tvöfaldast á  3 árum. Þrátt fyrir þessa skuldaaukningu halda bankarnir áfram að auka skuldir sínar ytra  sem aldrei fyrr samfara áframhaldandi  útrás.

 Varnaðarorð Fitch höfðu þegar mikil áhrif á Íslandi,Gengi krónunnar féll mikið svo og hlutabréfavísitalan.Fitch hefur áhyggjur af  mikilli þenslu  og viðskiptahalla hér á landi.Fram til þessa hefur ekkert bent til,að  draga mundi úr þenslunni á næstunni. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin boðað áframhaldandi stóriðjustefnu,byggingu margra nýrra álverksmiðja á næstunni bæði á Suðurlandi og á Norðurlandi. Loks í gær dró forsætisráðherra nokkuð í land í því efni og sagði,að ekki væri unnt að byggja allar þær álverksmiðjur á næstu árum,sem óskir hafa verið lagðar fram um.Ljóst er,að efnahagsstefnan hefur farið úr böndunum og stjórnvöld ráða ekki við þróunina.Verði ekkert að gert er hætta á harðri lendingu í lok þenslutímabilsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn