Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnGengur Noregur í Evrópusambandið 2006?

laugardagur, 18. desember 2004

 

 

Þingkosningar fara fram í Noregi næsta ár. Á því ári munu Norðmenn einnig halda hátíðlegt 100 ára afmæli sjálfstæðistöku Noregs. Það er þegjandi samkomulag norskra stjórnmálamanna að hreyfa ekki við umsókn Noregs um aðild að Evrópusambandinu fyrr en eftir  100 ára afmælið og þingkosningarnar næsta ár. En eftir það getur allt gerst í þessum efnum.Bendir ýmislegt til þess að Norðmenn muni sækja um aðild að Evrópusambandinu jafnvel þegar árið 2006.Skoðanakannanir í Noregi leiða í ljós,að mikill stuðningur er nú við aðild Noregs að Evrópusambandinu. Og margir,sem áður voru andsnúnir aðild eru nú fylgjandi henni.

 

 Hvað gerist með Ísland?

 

Ef Noregur sækir um aðild að ESB 2006 má reikna með, að Ísland sigli fljótlega í kjölfarið. Um leið og Noregur yfirgefur EFTA,Fríverslunarsamtök Evrópu, og gengur í ESB eru örlög EFTA ráðin og raunar örlög EES,Evrópska efnahagssvæðisins, einnig.EFTA getur tæpast lifað án Noregs. Það yrðu þá aðeins 3 ríki eftir,Ísland,Lichtenstein og Sviss.Af þeim eru aðeins 2 í EES,þ.e. Ísland og Lichtenstein,þar eð Sviss er ekki aðili að EES.Það yrði mjög erfitt að reka EES-samninginn með aðeins 2 EFTA ríkjum og nánast ókleift. Auk þess sem reikna má með að ESB hefði lítinn áhuga á því að viðhalda EES með aðeins 2 EFTA ríkjum.Áhugi ESB á EES hefur farið minnkandi undanfarin  ár og sá áhugi mundi enn minnka og ef til vill hverfa alveg. Allt eru þetta veigamiklar röksemdir fyrir því,að Ísland mundi feta í fótspor Noregs og sækja einnig um aðild að ESB. En auk þess mundi samkeppnisstaða Noregs á mörkuðum ESB batna,ef landið gengi í  sambandið og Noregur því standa betur að vígi í samkeppni við Ísland á þessum mörkuðum.Sú röksemd mundi einnig þrýsta á Ísland að  sigla í kjölfar Noregs varðandi aðild að ESB.

 

 Hvað vinnst við aðild að ESB?

 

En hvað vinnst við aðild að  Evrópusambandinu? Ísland er með mjög góðan samning við Evrópusambandið  að því er varðar tollfrelsi  fyrir íslenskar sjávarafurðir á mörkuðum ESB,betri samning en Noregur hefur. Flestar sjávarafurðir Íslands njóta fulls tollfrelsis. Það eru aðeins örfáar sjávarafurður sem ekki fá  fulla tollaniðurfellingu.Við aðild að ESB fengjum við væntanlega fullt tollfrelsi fyrir þær einnig en auk þess yrðum við með í ákvarðanatöku innan  Evrópusambandsins,ef við gengjum þar inn í kjölfar Norðmanna.Í dag er það svo,að Ísland og Noregur verða að taka einhliða við 70-80 % af öllum tilskipunum ESB. Þessi EES lönd fá að taka þátt í vissum nefndum,sem undirbúa tilskipanir en þau fá ekki að vera með þegar ákvarðanir eru teknar.Valdamestu stofnanir ESB eru ráðherraráðið,framkvæmdastjórnin og þingið.Ísland og Noregur fá að sjálfsögðu ekki að taka þátt í þessum stofnunum og ekki heldur í sveitarstjórnarráði ESB. Ein helsta röksemdin fyrir aðild að ESB er að fá að vera með við ákvarðanatöku.

 

Keyrir Davíð Ísland inn í ESB?

 

Núverandi ríkisstjórn segir,að aðild Íslands að ESB sé ekki á dagskrá. Og núverandi utanríkisráðherra hefur verið alfarið á móti aðild Íslands að sambandinu. Þetta mundi hins vegar gerbreytast,ef Noregur gengi inn. Þá ætti Ísland ekki auðvelt með að standa fyrir utan. Ég spái því,að ef Noregur gengur inn fljótlega eftir næstu kosningar muni  Ísland fylgja í kjölfarið. Það yrði þá hlutskipti Davíðs Oddssonar að  koma Íslandi í Evrópusambandið.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 17.des.  2004

 

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn