 Á sunnudag birtist stórt viðtal við forsætisráðherra í Morgunblaðinu. Þar dásamar ráðherrann þær breytingar efnahagslífsins,sem aðild Íslands að EES samningnum hefur haft í för með sér. En ráðherrann gleymdi að geta um það,að Framsóknarflokkurinn var á móti aðild Íslands að EES og meira að segja hann sjálfur treysti sér ekki til þess að greiða atkvæði með málinu.Hann sat hjá!
Svipaða sögu er að segja um Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Jón Baldvin Hannibalssson þá formaður Alþýðuflokksins hóf baráttuna fyrir aðild Íslands að EES samningnum þá var Sjálfstæðisflokkurinn því algerlega andvígur. Flokkurinn vildi fremur gera tvíhliða samning við Evrópusambandið.Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins knúði aðild Íslands í gegn á Alþingi,fyrst í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og síðan í andstöðu við Framsókn og Alþýðubandalagið. En nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Nú hreykja þeir sér sem ýmist voru andvígir aðild að EES eða drógu lappirnar og treystu sér ekki til þess að samþykkja aðildina.
Aðild Íslands að EES færði okkur frelsið í efnahagsmálum,sem allir dásama í dag. EES-samningurinn færði okkur frelsin fjögur,frelsi í vöruviðskiptum,þjónustuviðskiptum,fjármagnaflutningum og vinnuaflsflutningum.
Björgvin Guðmundsson
|