Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Viðreisn efnahagslífsins tókst vel

laugardagur, 30. mars 2013

Nú er stutt til kosninga og kjörtímabilið senn á enda.Spurningin er hvernig ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafi tekist til.Ríkisstjórnin tók við erfiðasta búi, sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við á lýðveldistímanum.Hér hafði orðið efnahagshrun við fall allra stóru bankanna. Halli á fjárlögum nam 220 milljörðum á ársgrundvelli, verðbólgan var tæp 20%, atvinnuleysi 9,3%, gengi krónunnar hrunið og mikill halli á vöruskiptajöfnuði.Við vorum á barmi þjóðargjaldþrots.Enginn erlendur banki vildi aðstoða okkur.Erlendar þjóðir snéru við okkur baki.Verkefni ríkisstjórnar Samfylkingar og VG var því ekki öfundsvert.En ríkisstjórninni tókst að snúa hlutunum við. Henni tókst að endurreisa efnahagskerfið og bankana. Í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn tókst að reisa við álit Íslands erlendis og opna erlendar fjármálastofnanir fyrir Íslandi á ný.Endurreisn bankanna varð ódýrari fyrir ríkið en áætlað hafði verið.Kröfurhafar yfirtóku tvo af stóru bönkunum.Ríkið hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að eignast þá.Það er lýðskrum að halda því fram eftir á,að ríkið hefði getað keypt þessa banka.
Þjóðargjaldþroti afstýrt
Í dag hefur fjárlagagatinu verið lokað að mestu, verðbólgan er komin niður í tæp 5%, atvinnuleysi í 5,8%, vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður,hagvöxtur hefur verið hér sl. 2 ár og meiri en í grannlöndum okkar. Hættunni á þjóðargjaldþroti hefur verið afstýrt.Erlendar fjármálastofnanir eru opnar Íslandi á ný enda hefur það vakið aðdáun alþjóðasamfélagsins hvað Íslandi hefur tekist vel að endurreisa efnahagslífið .Það er aðeins stjórnarandstaðan á Íslandi, sem viðurkennir ekki, að vel hafi tekist til við endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun.Miðað við það hvað stjórnarandstaðan hefur nítt allt niður, sem ríkisstjórnin hefur gert til viðreisnar efnahagslífinu eftir hrun, er athyglisvert, að erlendar fjármálastofnanir og erlendir efnahagssérfræðingar hafa hælt ríkisstjórninni fyrir viðreisnaraðsgerðir hennar og árangur þeirra.
Skattastefnan hefur aukið jöfnuð
Ríkisstjórnin fór blandaða leið við endurreisn efnahagslífsins.Hún hækkaði skatta og skar niður ríkisútgjöld. Við hækkun skatta var stefna ríkisstjórnarinnar sú,að hækka skatta mest hjá þeim,sem hæstar höfðu tekjurnar en minnst hjá þeim sem lægstar höfðu tekjurnar.Þessi skattastefna hefur aukið jöfnuð í þjóðfélaginu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað, að hann vilji breyta þessari stefnu.Flokkurinn vill lækka skatta á ný hjá þeim,sem hæstar hafa tekjurnar.Sjálfstæðisflokkurinn vill auka ójöfnuð á ný.
Of mikill niðurskurður í velferðarkerfinu
Ríkisstjórnin skar niður í öllum greinum ríkisins,einnig í velferðarkerfinu.Ég tel,að velferðarkerfið hefði átt að vera undanskilið niðurskurði, t.d. almannatryggingar og heilbirgðiskerfi.Tryggingabætur,einkum bætur aldraðra og öryrkja,eru það lágar, að þær hefðu átt að vera undanskildar niðurskurði.Þessir hópar hafa einnig oft tekið á sig byrðar áður og áttu því að vera undanskildir nú.En það var ekki gert og ekki nóg með það:Tímabundnar ráðstafanir til kjaraskerðingar, sem lentu á öldruðum og öryrkjum, hafa ekki verið afnumdar enn enda þótt tæp 4 ár séu liðin síðan þær voru lögleiddar.Það gengur ekki. Það verður að afturkalla þessa kjaraskerðingu strax.Mér er ljóst,að verkefni ríkisstjórnarinnar hefur verið erfitt, þ.e. að loka fjárlagagatinu og koma á jöfnuði í ríkisbúskapnum en það var gengið of nærri heilbrigðiskerfinu og almannatryggingum.
Innantóm kosningaloforð stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru nú í kapphlaupi við að yfirbjóða hvorn annan í innantómum kosningaloforðum. Sjálfstæðisflokkurinn býður bæði skuldalækkun og skattalækkun, sem gengur ekki upp. Framsókn býður áfram mikla skuldalækkanir og afnám verðtryggingar.Að vísu hefur flokkurinn nú viðurkennt, að ekki sé unnt að afnema verðtryggingu á eldri skuldum, aðeins nýjum skuldbindingum. Ég fullyrði, að ekkert af þessum kosningaloforðum verður efnt.Ef þessir flokkar komast til valda munu þeir sjá, að ástand ríkisfjármála leyfir ekki, að ríkið kosti kostnaðarsama skuldaniðurfellingu.Ríkisstjórnin hefur gert ýmsar ráðstafanir til þess að aðstoða heimili og fyrirtæki við lækkun skulda enda þótt meira hefði mátt gera fyrir heimilin.En fjárhagur ríkisins hefur ekki leyft það.
Frjálshyggjustefnan olli hruninu
Frjálshyggjustefna Sjálfstæðisflokksins setti bankana og efnahagskerfið hér á hliðina.Framsókn aðstoðaði við það.Kjósendur eru væntanlega ekki búnir að gleyma því.Allt átti að vera frjálst.Markaðurinn átti að sjá um allar leiðréttingar. Hvorki fjármálaeftirlit né Seðlabanki áttu að skipta sér af efnahagslífinu eða bönkunum um of.Þess vegna héldu þessir aðilar að sér höndum, þegar viðskiptabankanir skuldsettu sig óhóflega með erlendum lánum.Þessir eftirlitsaðilar brugðust.Einkavinavæðing bankanna ruddi brautina fyrir þessari óheillastefnu, sem setti bankana á hausinn.Sporin hræða í þessu efni.Við viljum ekki fá þessa stefnu aftur.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 30.mars 2013


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn