Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lög um launajafnrétti karla og kvenna eru þverbrotin

fimmtudagur, 27. október 2005

 

Kvennafrídagurinn 24.oktober 2005 tókst mjög vel .Þátttaka varð meiri en nokkur þorði að vona eða um 50 þúsund manns. En hvaða þýðingu hefur slíkur fundur sem þessi? Skilar hann einhverjum árangri í baráttu kvenna fyrir jafnrétti?Slíkur baráttufundur hefur mikla þýðingu. Hann eykur sjálfstraust kvenna og hann sendir skýr skilaboð til stjórnvalda og atvinnulífs um að  jafnrétti eigi að ríkja milli karla og kvenna á öllum sviðum.

 

Sorglega lítið hefur miðað

 

  Í sambandi við 30 ára afmæli kvennafrídagsins hefur þó verið bent á,að  sorglega lítið hafi miðað í baráttunni fyrir auknu launajafnrétti.Mikill munur sé enn á launum karla og kvenna enda þótt skýrt standi í lögum að laun eigi að vera jöfn fyrir sambærilega vinnu.Fulltrúar kvenna sögðu fyrir 30 ára afmæli kvennafrídagsins,að heildaratvinnutekjur  kvenna á Íslandi væru í dag aðeins 64,5% af heildaratvinnutekjum karla.Og að kynbundinn launamunur  væri 14-18%. Hvernig má þetta vera, þegar það er lögbundið að laun kvenna eigi að vera jöfn launum karla,þegar um sömu vinnu er að ræða? Hér er um skýrt lögbrot að ræða. Hvernig stendur á því,að vinnuveitendur komast upp með það að bjóta lögin um launajafnrétti karla og kvenna? Hvernig stendur á því,að opinberir aðilar brjóta lögin um launajafnréttið? Það var upplýst nú rétt fyrir 30 ára afmæli  kvennafrídagsins,að meira segja í jafnréttisráðuneytinu,félagsmálaráðuneytinu væru laun kvenna   lægri en laun karla fyrir sambærileg störf.

 

Stjórnvöld hafa sofið

 

Félagsmálaráðherra ætlaði að  ganga í málið og  leiðrétta þetta misrétti í hans eigin ráðuneyti. En það þurfti nýjan kvennafrídag til þess að jafnréttismálaráðherrann rumskaði í þessu efni. Og hvað  þá með önnur ráðuneyti og aðrar ríkisstofnanir? Ljóst er,að  aðgerðarleysi  stjórnvalda á stóran þátt í því  að launajafnrétti hefur ekki komist á. Konur hafa bent á,að launaleynd ætti stóran þátt í launamisréttinu. Atvinnurkendur fást ekki til að upplýsa um greidd laun,þeir fást ekki til að upplýsa um launamuninn. Rétt væri því að setja lög sem skylda atvinnurekendur til þess að aflétta launaleyndinni og upplýsa hver laun karla og kvenna eru í hverju fyrirtæki svo sjá megi muninn og leiðrétta hann. Síðan þarf að íhuga hvaða leiðir á að fara til þess að stöðva brot atvinnurekenda á launajafnréttislögunum. Sennilega  þarf að fá vinnueftirliti ríkisins víðtækt vald til þess að fylgjast með launum í fyrirtækjum og líklega verður að taka upp há viðurlög við því að lög um launajafnrétti séu brotin. Á meðan  stjórnvöld horfa aðgerðarlaus á launamuninn þá gera atvinnurekendur ekkert til  þess að leiðrétta hann.

 

Tími aðgerða kominn

 

Við þurfum ekki fleiri fundi  um launajafnréttið. Nú er tími framkvæmda runninn upp. Nú er komið að því að stjórnvöld framkvæmi lögin í landinu um launajafnrétti kynjanna.Allir flokkar segjast vilja launajafnrétti. Það ætti því að vera auðvelt að setja strax lög sem afnema launaleynd. Og síðan þarf að taka hvert fyrirtæki fyrir sig og athuga hvort mismunað  er í launum eftir kynjum,þegar um sambærilega vinnu er að ræða. Með þessum aðferðum ætti ekki að taka nema eitt ár að koma algeru launajafnrétti á.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 17.nóv. 2005 ( Örlítið breytt)

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn