Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnHvað er Evrópusambandið?

miðvikudagur, 3. desember 2003

      

 

Evrópusambandið er mjög  umdeilt.Ýmist er það kallað umbótasamtök,sem stefni að jöfnuði,umbótum og réttlæti en hins vegar er það kallað skriffinnskubákn,sem stundi auðsöfnun og girði sig tollmúrum. Áður var það kallað  samsteypa auðvaldsskipulags. Nú nefna æ fleiri það  samtök,er framkvæmi jafnaðarstefnu.

 Rómarsáttmálinn,sem lagði grundvöllinn að stofnun Efnahagsbandalags Evrópu ( Evrópusambandsins), var undirritaður í Róm  25.mars 1957. Bandalagið tók til starfa 1.janúar 1958. Stofnendur voru Þýskaland,Frakkland,Ítalía,Holland,Belgía og Luxemburg. Lönd þessi höfðu áður haft með sér náið efnahagssamstarf og staðið að stofnun kola-og stálsamsteypu Evrópu.

 Þeir,sem áttu hugmyndina að stofnun Efnahagsbandalags Evrópu áttu sér þann draum,að bandalagið mundi leiða til mjög  náins samstarfs Evrópuríkja og sumir þeirra hugsuðu sér þetta upphaf að stofnun eins ríkis, bandaríkja Evrópu. Það hefur tekist að þróa mjög náið samstarf aðildarríkjanna með sameiginlegri mynt þeirrra flestra og sameiginlegri stefnu í nær öllum málum nema utanríkismálum og er þó verið að þróa samstarf í öryggismálum. Ólíklegt er þó ,að  Evrópusambandið þróist í eitt ríki. Evrópusambandið er þó þegar ótrúleg,öflug stofnun. Tekist hefur að þróa  mjög mikið samstarf og koma upp stofnunum,sem starfa vel en  skriffinnska er að vísu mikil.

 

400 MILLJ. MANNA MARKAÐUR

 

 Evrópusambandið er í dag nær 400 millj.manna markaður 15 aðildarríkja.Það er  ein stærsta viðskiptaheild í heimi. ESB er tollabandalag.Felldir hafa verið niður innbyrðis tollar á iðnaðarvörum og ytri tollar hafa verið samræmdir. Höft  á viðskiptum með iðnaðarvörur hafa verið afnumin. En ESB er mikið meira en tollabandalag.Það er efnahagsbandalag með sameiginlegum innri markaði,   ekki aðeins fyrir frjálst vöruflæði heldur fyrir frjálsa flutninga fjármagns,vinnuafls og þjónustu. Strangar reglur gilda um frjálsa samkeppni,sem tryggja eiga jöfn samkeppnisskilyrði.  Óheimilt er að raska  samkeppnisskilyrðum,t.d. með skaðlegum samkeppnishömlum. Meginreglan er sú,að ríkisstyrkir eru bannaðir.En ESB tekur til mikið fleiri þátta.Það tekur til umhverfismála,neytendaverndar,samgöngumála,þar á meðal fjarskipta, orkumála,félags-og vinnumála o.fl.

 Fríverslun ESB tekur fyrst og fremst til iðnaðarvara en ekki til landbúnaðar- og sjávarafurða. Þess vegna þurfti Ísland að semja sérstaklega um fríverslun fyrir fiskafurðir.En enda þótt fríverslunin taki ekki til landbúnaðar-og sjávarafurða er það  markmið ESB að koma á frjálsum viðskiptum á sem flestum sviðum.ESB hefur reynt að jafna lífskjörin innan ESB,milli svæða og landa. Í því skyni hafa verið veittir háir byggðastyrkir og flokkast þeir ekki sem ríkisstyrkir í skilningi ESB.Byggðastyrkirnir  hafa farið til svæða,sem dregist hafa aftur úr í hagþróun.Alls ver ESB 213 milljörðum evra til byggðaþróunar á tímabilinu 2000- 2006. Er þetta 30% af öllum útgjöldum ESB. 40-50 % af heildarútgjöldum ESB fara til hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu ( þar á meðal fiskveiða).  Aðeins  aðildarríki ESB fá byggðastyrki en ekki EFTA-ríki,sem eru aðilar að EES.

 

  13 RÍKI BÆTAST VIÐ

 

Mikil stækkun Evrópusambandsins stendur nú fyrir dyrum. 13 ríki í Mið-og Austur-Evrópu munu bætast við   ríki ESB. Við þessa stækkun verður mikil breyting á Evrópusambandinu. Má búast við að þegar fram  líða stundir muni hin nýju riki hafa áhrif á stefnu og ásýnd Evrópusambandsins.

 

 

 

Helstu stofnanir ESB eru þessar: Framkvæmdastjórnin ( European Commission),sem er ein valdamesta stofnun ESB. Hún undirbýr  allar tillögur að nýjum  lögum,tilskipunum og reglugerðum og leggur þær fram. Hún hefur um 300 sérfræðinganefndir í sinni þjónustu og 20 þúsund starfsmenn.Ísland hefur aðgang að nefndum framkvæmdastjórnarinnar.Segja má að framkvæmdastjórnin sé að sumu leyti eins og ríkisstjórn í þjóðríki og þeir sem sitja í framkvæmdastjórninni eins og ráðherrar,mjög valdamiklir. Ráðherraráðið (Council of Ministers)  hefur löggjafarvaldið og tekur því endalegar ákvarðanir. Ráðið hefur um 300 nefndir í sinni þjónustu en Ísland hefur ekki aðgang að þeim. Evrópuþingið leggur fram breytingatillögur og hefur löggjafarvald í fjármálum.(setur fjárlög). Í raun hefur það stöðvunarvald í nær öllum málum.Þingið hefur eftirlitshlutverk,m.a. með framkvæmdastjórninni og getur sett hana af. Völd þingsins hafa verið að aukast. Sveitarstjórnarráðið ( Committee of the Regions) hefur með sveitarstjórnarmál að gera. ESB er skylt að senda ráðinu öll mál,er varða héruð  og sveitarstjórnir og fá umsagnir ráðsins um þau. EES/EFTA   ríkin hafa ekki aðgang að þessu ráði.Evrópudómstóllinn.Hlutverk hans er  að sjá til þess að  að stofnanir ESB og ríki sambandsins fari eftir ákvæðum Evrópuréttar.

 

 

   Björgvin Guðmundsson

   viðskiptafræðingur

Birt í DV  2003N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn