Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnGoðsögnin um afrek Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum stenst ekki

miðvikudagur, 3. mars 2004

 

 

 

 Ýmsir talsmenn Sjálfstæðisflokksins tala mjög fjálglega um stjórnarforustutímabil Sjálfstæðisflokksins frá 1991 og segja,að aldrei hafi verið annar eins uppgangur á Íslandi,aldrei hafi verið eins mikill hagvöxtur. Slíkar yfirlýsingar  má t.d. heyra reglulega hjá talsmanni Sjálfstæðisflokksins á Útvarpi Sögu.En er þetta rétt? Svarið er nei.Undanfarin ár hefur  að vísu verið góðæri hér á landi.En þó hefur hagvöxtur aðeins verið hóflegur miðað við fyrri hagvaxtarskeið.Á tímabilinu 1991-1995 var enginn hagvöxtur hér á landi enda hafði þá verið  samdráttur í aflaheimildum,allt frá 1988.Eftir 1995 byrjaði uppsveifla hér,sem hélst í hendur við almenna uppsveiflu efnahagslífs Vesturlanda.En ef litið  er á hagvöxt á Íslandi 1996-2000 í samanburði við önnur OECD ríki  kemur í ljós,að hagvöxturinn hér á þessum tíma  er aðeins  nálægt meðallagi hagvaxtar OECD þjóða. Á þessu tímabili er Ísland í 7.sæti OECD ríkja að því er hagvöxt varðar.

 

SLAKUR HAGVÖXTUR 1991-2002

 

Ef litið er á hagvöxt áratugsins 1991-2002, þ.e. áratug stjórnarforustu Sjálfstæðisflokksins, kemur í ljós,að meðaltals hagvöxtur á ári á mann er tæp 2% á þessu tímabili.. Á þessum áratug er hagvöxtur á Íslandi slakur miðað við hagvöxt annarra OECD þjóða. Ísland er í 16.sæti OECD ríkja á þessu tímabili! Af þessu sést, að það stenst ekki,sem talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt,að  hér hafi þá verið meiri uppgangstími en  áður og meiri hagvöxtur en í öðrum ríkjum OECD.Staðreyndir leiða allt annað í ljós.

   

  MESTUR UPPGANGUR 1971-1980

 

Það þarf að fara allt aftur til tímabilsins 1971-1980 til þess að finna mesta uppgangstímann í efnahagsmálum. En á því tímabili jókst hagvöxtur um rúm 5% ,þ.e. meðaltals hagvöxtur á ári á mann. Og á því tímabili jókst kaupmáttur um 5,7% á ári,þ.e. kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann,meðalbreyting á ári.En kaupmáttur  ráðstöfunartekna sl. áratug ( 1991-2002),þ.e. meðalbreyting á ári á mann,  hefur aðeins  aukist um 1,8%.Er það mikið minni aukning en  á áratugnum 1971-1980. Þetta eru staðreyndir málsins.Sjá nánar á heimasíðu minni: www.gudmundsson.net  Goðsögnin um afrek Sjálfstæðisflokksins  í efnahagsmálum á stjórnartíma flokksins frá 1991 stenst því ekki. ( Tölur um hagvöxt og aukningu kaupmáttar eru byggðar á skýrslu Stefán Ólafssonar prófessors frá 2003)

 

  HVER KOM MEÐ FRELSIÐ?

 

Talsmenn Sjálfstæðisflokksins guma  einnig  mikið af því,að Sjálfstæðisflokkurinn hafi innleitt frelsið í íslenskt viðskiptalíf. En það er einnig rangt. Það var EES –samningurinn sem færði okkur frelsið.Ég segi ekki,að við höfum fengið EES-samninginn sendan á telefax frá Brussel. En  frelsið kom alla vega frá Brussel,þ.e. frá Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn var í fyrstu algerlega á móti því,að Ísland gerðist aðili að EES og ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt ráða værum við ekki aðilar að EES samningnum.Það þurfti harða baráttu á Alþingi til þess að koma EES samningnum í gegnum þingið. Alþýðuflokkurinn hafði forustu í baráttunni fyrir aðild Íslands að EES og hafði sigur í þeirri baráttu.

 

EINKAVÆÐING BANKANNA

 

 Sjálfstæðisflokkurinn má hins vegar þakka sér einkavæðingu bankanna enda þótt ekki megi á milli sjá hvor stjórnarflokkanna hafi verið ólmari í  þá einkavæðingu. Framsókn, áður flokkur samvinnustefnunnar, hefur keppst við að koma bönkunum í einkaeign.Einkavæðingin  er efni í aðra grein og verður fjallað um hana síðar.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

Netfang: [email protected]

 

Birt í Mbl. 3.mars 2004

 

(Sjá súlurit um hagvöxt með greininni "Mestur hagvöxtur  í  tíð Ólafs Jóhannessonar ..............."N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn