Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnEr tímabært að Ísland sæki um aðild að ESB?

þriðjudagur, 29. júlí 2008

Miklar umræður hafa orðið um Ísland og Evrópusambandið undanfarið.Æ fleiri áhrifamenn mæla með aðild að sambandinu eða leggja til,að við tökum upp evru.Atvinnulífið hneigist æ meir til aðildar að ESB.Einn stjórnmálaflokkur,Samfylkingin,vill,  að Ísland gerist aðili að sambandinu og  aðild hefur einnig mikið fylgi í Framsóknarflokknum.Í Sjálfstæðisflokknum hefur  aðild að ESB aukist fylgi en nú síðast lagði Björn Bjarnason ,ráðherra Sjálfstæðisflokksins, til,að Ísland tengdist evru eða tæki hana upp án aðildar að sambandinu.
 
Hvað vinnst við aðild að ESB?
 
Hvers vegna þarf Ísland að ganga í Evrópusambandið? Er ekki nóg að vera aðili að Evrópska efnahagssvæðinu ( EES)? .Hvað vinnst við aðild að ESB? Þetta eru spurningar,sem þarf að svara þegar tekin er afstaða til Evrópusambandsins.Ísland hefur mikinn ávinning af EES.Það samstarf tryggir okkur frelsin fjögur,viðskiptafrelsi,frjálsa flutninga fjármagns og vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Með aðild okkar að EES fengum við tollfrjálsan aðgang að  markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir. Það var gífurlegur ávinningur.En hvað vantar þá upp á? Jú við erum ekki  aðilar að Myntbandalaginui og erum því ekki með evru og við erum ekki með í stjórn ESB.Við tökum við tilskipunum og öðrum ákvörðunum ESB en sitjum ekki við stjórnarborðið þegar lokaákvarðanir eru teknar.Undanfarið hefur mikið verið  rætt um galla þess, að við værum ekki með evru. Bent hefur verið á,að í opnu hagkerfi væri krónan of lítil og veikburða mynt, opin fyrir áföllum erlendis frá, ef spákaupmenn vildu spila með hana og jafnvel skaða. Þetta eru sterk rök.Mjög  margir eru orðnir þeirrar skoðunar, að við verðum  að kasta krónunni og taka upp annan gjaldmiðið,  evru eða einhvern annan.
 
Leysir evra vandann?
 
Umræðurnar um evruna blandast umræðunni um efnahagsvandann, sem við eigum nú við að glíma.Margir telja, að við við værum með evru væri ekki hætta á  slíku ójafnvægi í efnahagsmálum og dunið hefur yfir okkur.Mjög háir stýrivextir og verðbólga í tveggja stafa tölu  gerist ekki í evru löndum.Þess vegna telja margir, að við ættum strax að lýsa því yfir,að við ætluðum að ganga í ESB og taka upp evru. Við myndum þá miða alla okkar efnahagsstjórn við það, gera nauðsynlegar ráðstafanir í efnahagsmálum til þess að uppfylla nauðsynleg skilyrði fyrir því að mega taka upp evru.Það kann að vera skynsamlegt. Aðrir segja, að við gætum tekið til í okkar efnahagsálum án  tillitis til aðildar að evru eða ESB.
 
Ákvörðun tekin í  þjóðaratkvæðagreiðslu
 
 
Þeirri skoðun hefur aukist mjög fylgi,að  láta eigi fara  fram þjóðaratkvæðagreiðslu um samningsmarkmið   okkar í tengslum við hugsanlega aðild  að ESB.Aðrir ganga lengra og vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort við eigum að sækja um  aðild. Ég tel,að  við eigum að semja okkar samningsmarkmið  vegna viðræðna við ESB  og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu  um niðurstöðu samningaviðræðna.Eitt aðalatriðið  í þeim viðræðum er  að við höldum yfirráðum yfir fiskimiðum okkar.Við þurfum því að fá  samning við ESB, sem tryggir okkur þau yfirráð. Það getur orðið erfitt.En það ætti að vera eitt helsta  markmið samningaviðræðna við ESB.Ég viðurkenni, að mikilvægi sjávarútvegs í atvinnulífi okkar  fer minnkansi en þó er hér um mjög mikilvægan atvinnuveg að ræða. Ég er tilbúinn til þess að sætta mig við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning við ESB,jafnvel þó  kaflinn um sjávarútveg yrði ekki alveg á þann veg sem ég kysi helst.
 
Ísland á heima með Evrópuþjóðunum og hlýtur  að lenda inni í Evrópusambandinu fyrr eða síðar.Það væri skynsamlegt fyrir okkur að marka strax  þá  framtíðarastefnu að við ætlum inn í ESB .þó síðar verði.
 
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 29.júlí 2008


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn