Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lítill árangur í Washington

miðvikudagur, 17. nóvember 2004

 

 

Utanríkisráðherra Íslands hélt vestur um haf ásamt fjölmennri sendinefnd til fundar við Powell,utanríkisráðherra Bandaríkjanna.En svo illa vildi til,að áður en til fundarins kom sagði Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna af sér embætti og var því umboðslaus þegar til fundar kom.Fundurinn var ei að síður haldinn og stóð í hálfa klukkustund.

Lítill árangur varð af fundinum.Utanríkisráðherra Íslands hafði að vísu sagt fyrir fundinn,að fyrst og fremst ætti að ræða viðræðuáætlun og koma viðræðum í fastan  farveg. Eftir fundinn sagði hann,að viðræður hefðu þokast í rétta átt og að hann hefði trú á því,að varnir yrðu hér áfram,þar á meðal loftvarnir. Embættismenn mundu hefja viðræður um málið í janúar n.k. Bandaríkjamenn hafa farið fram á,að Íslendingar taki þátt í kostnaði við varnarstöðina í Keflavík. Íslenska stjórnin hefur tekið vel í það. Bendir nú allt til þess að Íslendingar ætli að borga fyrir það,að Bandaríkjamenn verði áfram í Keflavík.

 Sjónvarpinu  fannst það mesta fréttin eftir viðræðurnar í Washington,að varnarsamningurinn væri enn í gildi! Samningnum hefur þó aldrei verið sagt upp.

Össur ekki ánægður

Össur Skarphéðinsson,formaður Samfylkingarinnar  sagði eftir viðræðufundinn,að mál hefðu ekkert skýrst á viðræðufundi utanríkisráðherra með Powell,utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Enn væri jafnmikil óvissa ríkjandi varðandi framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík og áður. Suðurnesjamenn væru í jafnmikilli óvissu og áður.Steingrímur J.Sigfússon,formaður VG tók í sama streng. Hann sagði,að það væri verið að flytja herinn á brott í áföngum en íslenska stjórnin neitaði að horfast í augu við staðreyndir.

Sjónvarpið birti í gær viðtal Ólafs Sigurðssonar fréttamanns við bandarískan sérfræðing í hermálum.Fram kom í máli sérfræðingsins,að það væri verið að flytja brott bandarískar hersveitir frá  Þýzkalandi og öðrum löndum Vestur-Evrópu.Ef upp kæmi ný ógn í Evrópu tæki enga stund að flytja hersveitirnar aftur til þessara landa.Er þetta ekki kjarni málsins: Það er verið að flytja bandarískar hersveitir brott frá löndum Evrópu. En það er unnt að flytja þær til baka aftur á örskots stund,ef þörf krefur.Ísland getur ekki lamið hausnum við steininn.



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn