Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkisstjórnin fallin

mánudagur, 9. febrúar 2004

 

 

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins,sem birt var í morgun,9.febrúar,er ríkisstjórnin fallin.Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 11,2%  atkvæða og 7 þingmenn í stað 17,7% atkvæða í kosningunum sl. vor og 12 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 37,9% atkvæða og  24 þingmenn.Í kosningunum sl. vor fékk Sjálfstæðisflokkurinn 33,9% atkvæða og 22 þingmenn. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir 31 þingmann,sem dugar ekki.

 

VG STÆRRI EN FRAMSÓKN

 

 Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins fengju Vinstri grænir 12,6% atkvæða og 8 þingmenn.Þeir eru því orðnir stærri en Framsókn. Í kosningunum sl. voru fengu Vinstri grænir 8,8% atkvæða og 5 þingmenn. Þeir hafa því bætt miklu við sig.Samfylkingin fengi samkvæmt könnuninni nánast sama fylgi og í kosningunum sl. vor eða 30,9% atkvæða miðað við 31% í kosningunum. Þingmannatala væri óbreytt eða 20 þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 7% atkvæða en í kosningunum fékk flokkurinn 7,4% og 4 þingmenn. Hann fengi sömu þingmannatölu nú. 

 

 FYLGISTAP FRAMSÓKNAR EÐLILEGT

 

Fylgistap Framsóknarflokksins er eðlilegt. Flokkurinn er búinn að vera hækja Sjálfstæðisflokksins í  tæp 9 ár og hefur  stutt öll helstu mál Sjálfstæðisflokksins. Framsókn virðist tæplega hafa sjálfstæða skoðun lengur. Flokkurinn hefur lagt félagslega húsnæðiskerfið í rúst,heilbrigðiskerfið er í algerum ólestri eftir langvarandi stjórn Framsóknar á því ráðuneyti,bætur almannatrygginga  hafa dregist langt aftur úr lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði  og hið sama er að segja um atvinnuleysisbætur sem eru aðeins um 80 þús. kr. á mánuði.Þannig mætti áfram telja.  Framsókn ber ábyrgð á almannatryggingunum og bótum atvinnulausra.

 

STJÓRNARFORUSTA BREYTIR ENGU

 

 Stjórnarforusta Framsóknar frá og með 15.september n.k. mun engu breyta í þessu efni. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram ráða öllu. Sjálfstæðisflokkurinn er það mikið stærri en Framsókn á þingi,að hann mun ekki gefa eftir neitt af sínum völdum.Framsókn fær aðeins fundarstjóra ríkisstjórnarfunda en að öðru leyti verða völdin áfram hjá Sjálfstæðisflokknum. Jafnvel má búast við,að aðstaða Framsóknar versni við þessa breytingu,þar eð mikil óánægja er í Sjálfstæðisflokknum með það,að Framsókn fái forsætisráðherrann. Má búast við,að eftir 15.september n.k.  muni misklíð aukast milli stjórnarflokkanna.

 

ÓLAFUR RAGNAR Á EFTIR AÐ SAMÞYKKJA

 

Ólafur Ragnar Grímsson,forseti Íslands, á eftir að samþykkja breytinguna 15.september n.k. Hann á eftir að samþykkja að fela Halldóri Ásgrímssyni að mynda nýja ríkisstjórn  eftir að Davíð Oddsson segir af sér. Ekki er að búast við því,að Davíð Oddson hafi rætt það við forseta Íslands, að hann ætlaði að láta Halldór taka við 15.september n.k. Og að sjálfsögðu er það mjög óeðlilegt,að  núverandi forsætisráðherra skyldi tilkynna það eftir síðustu kosningar,að nýr forsætisráðherra ætti að taka við 15.september n.k. Það er forseti Íslands,sem ákveður samkvæmt stjórnarskránni hver myndar ríkisstjórn. Breyting á forsætisráðherra verður því að fara gegnum forseta Íslands. Án samþykkis forseta Íslands getur slík breyting ekki átt sér stað.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn