Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnFasteignagjöld verði felld niður hjá 70 ára og eldri

laugardagur, 29. apríl 2006

 

 

Félag eldri borgara í Reykjavík hélt stjórnmálafund 28.apríl  með  efstu mönnum allra framboðslistanna við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Guðrún Ásmundsdóttir,leikkona,var fulltrúi Frjálslyndra á fundinum.Fulltrúar flokkanna héldu framsöguræður en síðan svöruðu þeir fyrirspurnum fundarmanna.Rætt var vítt og breitt um málefni eldri borgara en fulltrúar flokkanna komu einnig inn á mörg önnur borgarmál og málefni eldri borgara,sem heyra undir ríkisstjórnina

 

Auðveldum eldri borgurum að vera í eigin íbúðum

 

 Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi  borgarfulltrúi, beindi  þeirri fyrirspurn til fulltrúa flokkanna hvort til greina kæmi að fella niður fasteignagjöld þeirra ellilífeyrisþega,sem orðnir væru 70 ára og eldri, þ.e. af einni íbúð hjá hverjum. Guðrún Ásmundsdóttir,fulltrúi Frjálslynda flokksins, sagði þetta góða hugmynd og kvaðst vilja samþykkja hana.Það ætti að auðvelda eldri borgurum að vera í sínum eigin íbúðum sem lengst og einnig í stórum íbúðum, þar eð  margir eldri borgarar vildu taka á móti sem flestum gestum. Fulltrúar hinna flokkanna voru ekki eins jákvæðir  gagnvart hugmyndinni um niðurfellingu fasteignagjalda eldri borgara  eins og Guðrún en allir ræddu þeir þó nauðsyn á  lækkun fasteignagjalda ellilífeyrisþega.

 

Fasteignagjöldin eru of há

 

 Ljóst er,að há fasteignagjöld torvelda ellílífeyrisþegum að halda íbúðum sínum.Nú hefur eignarskattur ríkisins verið felldur niður. Í framkvæmd virkaði hann oft eins og íbúðarskattur,þar oft var íbúðin eina eignin.En eftir stendur hár fasteignaskattur.Það þarf að fella þann skatt niður af ellilífeyrisþegum.Veitum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.

 

  Björgvin GuðmundssonN�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn