Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hækka þarf skattleysismörkin myndarlega

þriðjudagur, 10. september 2013

Fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar hefur verið lagt fram.Eldri borgarar biðu spenntir eftir að sjá hvort í frumvarpinu væri að finna efndir á kosningaloforðum um bætt kjör aldraðra umfram það,sem þegar er komið fram (á sumarþinginu). Svo var ekki. Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavik leggja mikla áherslu á það, að skattleysismörkin verði hækkuð myndarlega.Hækkun skattleysismarka er besta kjarabótin fyrir aldraða.En skattleysismörkin voru aðeins hækkuð lítillega í fjárlagafrumvarpinu eða úr 129 þús. kr. í 135 þús. kr.á mánuði.Það er alltof lítil hækkun., Það hefði þurft að hækka sklattleysismörkin um a.m.k. 40 þús. kr. á mánuði. Lítið um efndir kosningaloforða Það er lítið búið að efna af kosningaloforðum stjórnarflokkanna í málefnum eldri borgara.Ríkisstjórnin framkvæmdi 2 atriði af 6 frá 1.júlí 2009 og aðeins þau,sem kostuðu ríkissjóð minnsta fjármuni.Þessi atriði voru í þágu þeirra lífeyrisþega ,sem best voru staddir en hinir,sem höfðu verri kjörin voru skildir eftir og fengu engar kjarabætur. Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um kjaramál aldraðra var eftirfarandi samþykkt:Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009.Og á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra og kjaragliðnunar á krepputímanum. Hér er engin tæpitunga töluð.Það kemur alveg skýrt fram hjá báðum stjórnarflokkunum að það átti að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans og það átti að gera það STRAX eins og flokkur fjármálaráðherra samþykkti.Kjósendur eiga heimtingu á því að við þetta verði staðið.Út á þessi loforð fengu stjórnarflokkarnir fylgið. Tekjutryggingin:28 000 eiga að fá leiðréttingu Leiðrétting á kjörum lífeyrisþega vegna kjaragliðnunar og kjaraskerðingar krepputímans er langstærsta kjaramál aldraðra og öryrkja enda mundi muna mest um framkvæmd þess á kjörum lífeyrisþega.Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20 % a.m.k.strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu.Vissulega skiptir skerðingin á tekjutryggingu lífeyrisþega einnig miklu máli en 2009 var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. 28000 lífeyrisþegar urðu fyrir kjaraskerðingu við þá ráðstöfun.Stjórnarflokkarnir voru búnir að lofa að afturkalla þessa kjaraskerðingu strax, ef þeir kæmust til valda.Við það var ekki staðið.Það var alger nauðsyn og réttlætismál, að þessi kjaraleiðrétting ætti sér stað um leið og grunnlífeyrir var endurreistur og frítekjumark vegna atvinnutekna hækkað. Og hvers vegna var það nauðsynlegt og hvert var réttræðismálið? Jú,aðeins þeir lífeyrisþegar,sem höfðu þokkalegar lífeyrissjóðstekjur og þeir,sem voru úti á vinnumarkaðnum og höfðu aukatekjur nutu kjaraleiðréttingar ríkisstjórnarinnar.Hinir,sem verri höfðu kjörin,fengu enga leiðréttingu.Um 5000 lífeyrisþegar fengu leiðréttingu en ef ríkisstjórnin hefði leiðrétt tekjutryggingu aldraðra og öryrkja um leið, þ.e. lækkað skerðingarhlutfallið á ný í 38,35% þá hefðu 28000 lífeyrisþegar fengið kjarabætur strax.Það var réttlætismál að svo yrði.Þessi leiðrétting á tekjutryggingunni verður að eiga sér stað nú þegar eins og lofað var.Það er of seint að bíða til áramóta. Tekjur lífeyrisþega skerði ekki tryggingabætur Samtök aldraðra,LEB og FEB, telja tekjutengingar alltof miklar enda eru þær miklu meiri hér en í grannlöndum okkar.Á síðasta þingi Landssambands eldri borgara var samþykkt að atvinnutekjur 67 ára og eldri ættu ekki að skerða greiðslur frá Tryggingastofnu neitt.Þetta þýðir, að eldri borgarar ættu að geta unnið á vinnumarkaðnum og haft tekjur þar án þess að það skerti tryggingabætu nokkuð.Þetta er réttlætismál. Og það sama á auðvitað og enn frekar að gilda um lífeyrissjóðsgreiðslur.Þær eiga ekki að skerða tryggingabætur neitt.Það var gert ráð fyrir því í upphafi, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar.En það hefur orðið þveröfugt.Það er verið að refsa eldri borgurum fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð og í sumum tilvikum er jafnmikið dregið af tryggingabótum þeirra (skerðing) eins og nemur allri greiðslunni úr lífeyrissjóði.Í slíkum tilvikum eru eldri borgararnir ekkert betur settir en þeir,sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Krafa eldri borgara í dag er þessi: Efna verður öll kosningaloforð stjórnarflokkanna í málefnum lífeyrisþega og það verður að efna þau strax eins og lofað var.Eldri borgarar og öryrkjar geta ekki beðið. Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn