
Blaðið ritar forustugrein um kjaradóm 29.desember sl undir fyrirsögninni: Kattarþvottur forsætisráðherra.Þar segir svo m.a.:
“Eini aðilinn,sem getur hugsanlega fellt ákvörðun kjaradóms úr gildi er Alþingi sjálft eða bráðabirgðalöggjafinn,sé ekki unnt að kalla þingið saman.Það voru raunar lyktir málsins árið 1992 en þá var kjaradómi gert að taka mið af aðstæðum og horfum í launamálum og þjóðarbúskap.Af hverju vill forsætisráðherra ekki kalla þingið saman? Af hverju gerir stjórnarandstaðan ekki formlega kröfu um að þing komi saman? Getur það verið að allt þetta lið vilji í raun enga breytingu á kjaradómi?Í ljósi þess,að forsætisráðherra reit bréf sitt að viðhöfðu samráði við forustu allra stjórnmálaflokka á þingi er a.m.k. ljóst,að stjórnarandstaðan er jafnviljug og stjórnarliðar til þess að víkja sér undan ábyrgð í málinu en uppskera samt pólitískan ávinning. Stóra spurningin er sú hvort þessi hráskinnaleikur er til þess gerður að halda hinum fjárhagslega ávinningi einnig.
Þingmenn vita væntanlega að frá og með 1.janúar 2006 hið minnsta verður hin rausnarlega launauppbót,sem kjaradómur færði þeim ekki af þeim tekin nema að uppfylltum skilyrðum eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Þingheimur skuldar þjóðinni skýr svö og það nú þegar.” |