Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnR-listinn dró lappirnar í kjaradeilunni

fimmtudagur, 18. nóvember 2004

 

 

Almenningur fagnar því,að samningar skuli hafa náðst í kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna.En kennarar ríða ekki feitum hesti frá kjaradeilunni.Þeir börðust fyrir leiðréttingu á kjörum sínum,vildu m.a. fá hliðstæð kjör og framhaldsskólakennarar.  Ríkið lét framhaldsskólakennara fá verulegar kjarabætur og hafði þá engar áhyggjur af stöðugleikanum.En sveitarfélögin höfnuðu því að láta grunnskólakennara fá hliðstæða leiðréttingu.Ríkisvaldið kom sveitarfélögunum til aðstoðar og setti þvingunarlög á kennara,alger ólög.Kennarar höfnuðu miðlunartillögu sáttasemjara vegna þess að hún fól ekki í sér nægilega leiðréttingu á kjörum kennara.Eftir að ólög ríkisstjórnarinnar höfðu verið sett tóku kennarar þann kost að semja um smávægilega leiðréttingu á miðlunartillögunni fremur en að fá á sig úrskurð gerðardóms,sem hefði orðið kennurum mun óhagstæðari. Ríkisstjórnin setti svo ströng ákvæði í gerðardómslögin,að ekki fór á milli mála,að ríkisstjórnin vildi halda kjörum kennara niðri.

 

 Hvar var R-listinn?

 

Kennarar urðu  fyrir miklum vonbrigðum með R-listann í kjaradeilunni.R-listinn var í felum allan tímann sem kjaradeilan stóð og faldi sig á  bak við launanefnd sveitarfélaganna.Fjölmiðlar voru alltof vægir við forustumenn sveitarfélaganna. Sveitarfélögin báru ábyrgð á kjaradeilunni.Þau báru ábyrgð á verkfallinu. Strax sl. vor buðu kennarar að gera skammtímasamning og að semja um mjög hóflegar kjarabætur. Þessu höfnuðu sveitarfélögin. Síðan létu þau allt sumarið líða án þess að gera nokkuð  í málunum,rétt eins og þau væru að bíða eftir verkfalli. Þetta er ófyrirgefanleg framkoma hjá sveitarfélögunum,þetta er ófyrirgefanleg framkoma hjá R-listanum. Ég sem stuðningsmaður R-listans er mjög óánægður með þessa framkomu listans.

 Ég tel,að það eigi að spretta upp samstarfi sveitarfélaganna í launamálum,leggja niður launanefnd og láta hvert sveitarfélag semja fyrir sig. Það er eðlileg afleiðing af atburðunum í kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn