Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnVerð neysluvara hærra hér en í ESB

mánudagur, 22. desember 2003

 

 

Mikið hefur verið rætt um það,að verð á matvælum og öðrum neysluvörum sé mun hærra hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Talsmenn aðildar Íslands að ESB telja,að verð á neysluvörum mundi lækka verulega hér á landi, ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Þannig yrði um verulega kjarabót að ræða við aðild. Hið sama sé að segja um vextina. Þeir mundu lækka talsvert,ef Ísland gengi í ESB og tæki upp evruna,segja talsmenn aðildar.

 

10 % HÆRRA VERÐ HÉR

 

  Samræmd vísitala neysluverðs í EES ríkjum ( ESB og EFTA) er birt reglulega og segir okkur hvernig verð neysluvara  er og breytist í EES-ríkjum. Vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 112,9 stig í júlí sl. en  í sama mánuði var þessi vísitala 125 stig  á Íslandi. Samkvæmt þessari  vísitölu neysluverðs var verð neysluvara því  rúmlega 10% hærra á Íslandi í júlí sl. en í EES.Það er talsverður munur.Munurinn á verði matvæla í ESB og á Íslandi er þó enn meiri.

Verðbólga er nokkru meiri hér en í ríkjum ESB. Útlit er fyrir 2,7 % verðbólgu hér í ár en 2,5% næsta ár.Reiknað er með, að verðbólgan verði 1,5% í ríkjum ESB næsta ár.

Hagvöxtur á Íslandi  var neikvæður um  0,5  % sl.ár. Hins vegar er búist við talsverðum hagvexti á yfirstandandi ári  eða 1,75 %. Er það  fyrst og fremst vegna nýrra opinberra framkvæmda og  framkvæmdanna við Kárahnjúka,sem  hagvöxtur eykst í ár og næsta ár. Frestun Norðlingaölduvirkjunar dregur nokkuð úr  hagvexti eða um 0,5%. Aukinn hagvöxtur er  jákvæð afleiðing  framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. En neikvæð áhrif virkjunarframkvæmdanna er aukin þensla í efnahagskerfinu. Hagfræðingar leggja áherslu á, að  öðrum framkvæmdum verði frestað á meðan framkvæmdir við Kárahnjúka standa yfir til þess að draga  úr þensluáhrifum.

Halli var á búskap hins opinbera sl. ár eða um 2 milljarðar.Var það einkum vegna hallareksturs sveitarfélaganna en afkoma ríkissjóðs var í járnum. Búist er við að afkoman verði betri í ár.Atvinnuleysi verður  um 3% á yfirstandandi ári.Það mun væntanlega fara minnkandi   og  fara í 2% næsta ár.

 

ÞENSLUÁHRIF GREINILEG

 

Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður  um 5,9 milljarða á fyrstu 6 mánuðum yfirstandandi árs. Eftirspurn  eftir  innfluttum vörum hefur aukist á árinu.Innflutningur hefur aukist um 7,3% Má búast við að vörueftirspurn muni enn aukast, svo og eftirspurn eftir þjónustu,þar á meðal ferðalögum til útlanda. Þensluáhrifin eru  greinileg.Afkoma fyrirtækja batnaði verulega sl. ár og hún verður  einnig góð á yfirstandandi ári. Fyrirtækin ættu því að geta greitt launafólki betri laun en nú er gert.Nýir kjarasamningar verða gerðir í upphafi næsta árs.

  liggur  fyrir að mestu hverjar kröfur verkalýðshreyfingarinnar verða í næstu kjarasamningum. En auk beinna kauphækkana mun verkalýðshreyfingin  fram á varnaraðgerðir fyrir velferðarkerfið. Formaður Alþýðusambands Íslands,Grétar Þorsteinsson,hefur vakið athygli á því,að velferðarkerfið hafi veikst og  hefur hann óskað eftir úrbótum. Hann hefur m.a. vakið athygli  á því,að  atvinnuleysisbætur hafi dregist aftur úr  lágmarkslaunum fiskvinnslufólks en þau nema nú 93 þús kr. á mánuði á  meðan atvinnuleysisbætur eru aðeins 77.500 kr. á mánuði. Einnig hefur hann  óskað eftir leiðréttingum á kjörum öryrkja og úrbótum í húsnæðismálum aldraðra til þess að gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsum. Í ræðu,er forseti ASÍ flutti 1.mai sl., sagði hann,að setja þyrfti 1 milljarð  til viðbótar í velferðarkerfið til þess að sníða af því versu agnúana.Við höfum efni á því að láta þessa upphæð í velferðarkerfið,sagði Grétar. En við höfum ekki efni á því að gera það ekki.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

 

Birt í Mbl. 22.desember 2003

 

 

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn