Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Steingrímur:Hefði slitið stjórnarsamstarfinu

mánudagur, 6. mars 2006

 

 

Ég hefði slitið stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum fremur en að styðja innrásina í Írak,segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils 5.mars 2006.Steingrímur sagði, að Framsóknarflokkurinn hefði alltaf  verið andvígur styrjöldum  og stuðningi Íslands við stríð.Framsóknarflokkurinn hefði alltaf stutt frið í heiminum.Hann taldi, að  breytingin á stefnu Framsóknar, þ.e. að styða innrásina í Írak hefði skaðað Framsókn og dregið úr fylgi flokksins.

 

Athugun á virkjunarkostum stungið undir stól

 

  Steingrímur  nefndi fleiri mál,sem hefðu haft áhrif í þessu efni,t.d. skefjalausa stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.Hann sagði,að Kárahnjúkavirkjun  mundi stórskaða náttúru Íslands.Þá vék hann að  gerð rammáætlunar um virkjunarkosti á Íslandi en Finnur Ingólfsson setti þá áætlunargerð í gang sem iðnaðarráðherra.Fjölmargir komu að gerð þeirrar áætlunar en hún átti að auðvelda stjórnvöldum að taka ákvörðun um næstu virkjanir.Athuga skyldi hvaða virkjunarkostir væru hagstæðastir   og  yllu minnstu raski á  náttúru og umhverfi. Fyrsta áfanga þessarar áætlunar er lokið en ekkert hefur verið gert með áætlunina heldur hefur henni verið stungið niður í skúffu. Þetta gagnrýndi Steingrímur harðlega.

 

Græðgisstefnan allsráðandi í þjóðfélaginu

 

 Steingrímur sagði,að græðgisstefnan væri allsráðandi í íslensku þjóðfélagi í dag. Áður hefði Framsókn sett manngildið ofar auðgildinu en nú væri það breytt.Það mátti glöggt heyra á Steingrími,að hann var ekki ánægður með stefnu Framsóknar í dag.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn