Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Einkavæðing Búnaðarbankans: Var ríkið beitt blekkingum?

föstudagur, 24. febrúar 2006

 

 

Vilhjálmur Bjarnason adjunkt við Háskóla Íslands hefur rannsakað hvort þýski bankinn,Hauck&Aufhauser hafi í raun keypt hlut í Búnaðarbankanum (Eglu) ,þegar hann var einkavæddur eða hvort þýski bankinn hafi aðeins verið leppur,sem ekkert hafi keypt í raun.Niðurstaða Vilhjálms er sú,að þýski bankinn hafi í raun ekkert keypt.Vilhjálmur hefur rannsakað efnahagsreikning þýska bankans og ársreikning hans og ekkert kemur þar fram um að þýski bankinn hafi eignast hlut í Búnaðarbankanum. Þetta er mjög athyglisvert,einkum þegar haft er í huga,að aðild þýska bankans að S-hópnum skipti sköpum varðandi það,að S-hópurinn fengi  Búnaðarbankann.Ef þýski bankinn hefði ekki verið aðili þá hefði S-hópurinn ekki fengið Búnaðarbankann.Þá hefði Kaldbakur eða annar aðili fengið að kaupa bankann. Þegar tekin var ákvörðun um það hver fengi að kaupa Búnaðarbankann var sagt,að í S-hópnum væri stór alþjóðlegur fjárfestingarbanki ,sem ekki vildi  koma fram undir nafni fyrr en samningar hefðu verið undirritaðir.Við undirritun samninga var sagt,að erlendi bankinn væri Hauch&Aufhauser,er þar er um lítinn einkabanka að ræða.

Mál þetta var tekið upp á alþingi og þar óskuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar eftir því,að  aflað yrði upplýsinga  frá þýska fjármálaeftirlitinu um aðild þýska bankans að kaupunum á Búnaðarbankanum. Var því beint til viðskiptaráðherra,að ráðherra beindi tilmælum til íslenska fjármálaeftirlitsins um að afla upplýsinga frá Þýskalandi um málið.Viðskiptaráðherra brást hinn versti við þessum tilmælum og setti sig á háan hest. Sagði ráðherra þóttafullur,að þingmenn ættu að vita,að ráðherra gæti ekki gefið fjármálaeftirlitinu nein fyrirmæli. Sú stofnun starfaði alveg sjálfstætt. Þetta var alger fyrirsláttur hjá ráðherra. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar benti  á, að viðskiptaráðherra hefði  áður beint tilmælum til Samkeppnisstofnunar án þess,að telja sjáfstæði þeirrar stofnunar ógnað.Hún gæti því  alveg eins beint tilmælum til Fjármálaeftirlits nú.

 Viðskiptaráðherra skortir ekki heimildir til þess að láta  þetta mál til sín taka. Ráðherra vantar viljann.Ef viðskiptaráðherra treystir sér ekki til þess að tala við íslenska fjármálaeftirlitið um mál þetta getur ráðherrann snúið sér beint til þýska fjármálaeftirlitsins og spurt það hvort þýski bankinn hafi keypt hlut í Búnaðarbankanum. Hér er mikið í húfi. Ef þýski bankinn hefur í raun ekkert keypt í Búnaðarbankanum hefur ríkið verið beitt blekkingum við einkavæðingu Búnaðarbankans.Aðrir aðilar,sem buðu í  bankann og fengu ekki, gætu þá átt rétt á skaðabótum.Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í máli þessu.Ef viðskiptaráðherra er að tovelda upplýsingaöflun í málinu þá er það alvarlegt mál. Hverja er ráðherra að vernda?

 

Björgvin Guðmundsson

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn