 Mikla athygli hafa vakið heilsíðuauglýsingar Öryrkjabandalags Íslands,sem birtst hafa í dagblöðum undanfarið um samkomulagið,sem ríkisstjórnin gerði við öryrkja fyrir kosningar 2003.Samkvæmt því samkomulagi ætlaði ríkisstjórnin að hækka bætur til þeirra,sem yrðu ungir öryrkjar um 1 ½ milljarð króna en ríkisstjórnin lét öryrkja ekki hafa meira en 1 milljarð. Stjórnin sveik þá um hálfan milljarð. Menn telja ef til vill,að ekkert sérstakt búi á bak við þessar stóru auglýsingar Öryrkjabandalagsins. Samtökin séu aðeins að hnykkja á kröfum sínum.En það er misskilningur.Þessar auglýsingar gegna sérsökum tilgangi. Þær eru lokaaðvörun til stjórnvalda. Ef ríkisstjórnin stendur ekki við samkomulagið við öryrkja og lætur þá fá þann hálfa milljarð sem á vantar fyrir áramót þá fer Öryrkjabandalagið í mál við ríkisstjórnina eina ferðina enn.Öryrkjabandalagið hefur þegar unnið tvö dómsmál gegn ríkisstjórninni. Og Öryrkjabandalagið er öruggt með að vinna einnig þetta þriðja dómsmál,ef til þess kemur.
Kostnaður 1.528.800 kr.
Það lá fyrir löngu fyrir kosningar 2003 hver kostnaðurinn yrði við það að efna samkomulagið við öryrkja að fullu.Heilbrigðis-og tryggingaráðuneytið ritaði Tryggingastofnun ríkisins bréf 9.apríl 2003. og óskaði eftir að reiknað yrði út hvað framkvæmd samkomulagsins kostaði. Tekið var fram,að grunnlífeyrir þeirra,sem yrðu öryrkjar 18 ára ætti að tvöfaldast. En síðan ætti hækkun grunnlífeyris að skerðast um 421 kr. fyrir hvert ár,sem aldur öryrkja hækkaði um þar til náð væri 67 ára aldri en þá yrði engin hækkun. Ávallt skyldi miðað við það hvenær menn yrðu öryrkjar.Þessi atriði samkomulagsins eru alveg skýr og hafa alltaf legið fyrir. Það tók Tryggingastofnun 2 daga að reikna út kostnaðinn. Hann lá fyrir 11.apríl 2003 og var alls 1.528.800 kr. Kostnaður upp á hálfan annan milljarð lá því fyrir mánuði fyrir kosningar.Það þýðir því ekki fyrir ríkisstjórnina að koma nú og segja,að samkomulagið hafi verið eitthvað óljóst.Það var alveg skýrt og kostnaður við framkvæmd þess lá nákvæmlega fyrir 11.apríl 2003.
Mánuður til stefnu-ella málaferli.
Samkvæmt auglýsingu Öryrkjabandalagsins sagði heilbrigðis-og tryggingaráðherra í viðtali við Mbl. 28.nóv. 2003:” Niðurstaðan varð því sú að sögn ráðherra að greiða þyrfti hækkanirnar,sem um var samið,í áföngum,66% koma til greiðslu um næstu áramót og afgangurinn ári síðar. Þetta varð niðurstaðan í meðförum ríkisstjórnarinnar um fjárlagafrumvarpið”. Ríkisstjórnin hefur því mánuð til stefnu til þess að standa við samkomulagið, ella fer málið fyrir dómstóla. Almenningur skilur ekki hvers vegna ríkisstjórnin vill ítrekað níðast á öryrkjum.Það yrði ríkisstjórninni til ævarandi skammar,ef dómstólar mundu í þriðja sinn dæma hana til þess að greiða öryrkjum það sem þeim ber.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Fréttablaðinu 3.des. 2004 |