Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Almannatryggingar eiga að vera fyrir alla

laugardagur, 27. júlí 2013

Almannatryggingar voru stofnaðar í ársbyrjun 1947. Þegar samið var um myndun nýsköpunarstjórnarinnar 1944, setti Alþýðuflokkurinn það skilyrði fyrir þátttöku í stjórninni, að komið yrði á fót fullkomnum almannatryggingum.Ólafur Thors forsætisráðherra stjórnarinnar lýsti því yfir, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla, án tillits til stéttar eða efnahags og tryggingarnar á Íslandi ættu að vera eins og þær gerðust bestar í grannlöndum okkar.Þetta markmið náðist í byrjun en síðan fór að halla undan fæti í málefnum almannatrygginga.Nú standa tryggingarnar langt að baki almannatryggingum á hinum Norðurlöndunum.Það, sem hefur einkum skert gæði almannatrygginganna hér, eru miklar tekjutengingar.Greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa skert tryggingabætur mikið en það var ekki meiningin, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaði.Þeir áttu að vera viðbót við bætur almannatrygginga. Í dag er ástandið í þessum efnum svo slæmt, að ellilífeyrisþegi,sem hefur 70 þús. kr.úr lífeyrissjóði, fær ekkert meiri lífeyri samanlagt en sá,sem aldrei hefur greitt neitt í lífeyrissjóð. Ríkið hirðir allar 70 þús krónurnar af honum með skerðingum.Þetta er eins og eignaupptaka og spurning hvort þetta stenst stjórnarskrána.Fjöldi elli-og örorkulífeyrisþega var sviptur grunnlífeyrinum 2009, þegar ákveðið var að skerða bætur tímabundið vegna kreppunnar.Enda þótt þessir lífeyrisþegar hafi verið búnir að greiða til almannatrygginga alla sína starfsævi, beint eða óbeint,voru þeir strikaðir út úr kerfi almannatrygginga og hafa ekki fengið krónu þaðan síðan.Þetta ákvað nýr félagsmálaráðherra,Eygló Harðardóttir, að leiðrétta og því fagna ég. TR á ekki að vera fátækraframfærsla Því miður verður þess vart, að ýmsir vilja breyta almannatryggingunum og gera þær að nokkurs konar fátækraframfærslu.Það var ekki meiningin við stofnsetningu trygginganna.Ég tel að halda eigi við upphaflegt markmið trygginganna og láta þær vera fyrir alla.Hins vegar þurfa bætur að vera hærri fyrir þá lífeyrisþega, sem standa verst og hafa litlar tekjur.En ég tel, að allir lífeyrisþegar eigi að fá grunnlífeyri.Þannig er það í Noregi.Afnema þarf allar skerðingar tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum og vegna atvinnutekna..Hækka þarf lífeyri verulega, þannig að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu. Aldraðir eiga að geta lifað með reisn á efri árum .Það þarf að hækka lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum í þá fjárhæð, sem neyslukönnun Hagstofunnar segir, að þurfi til neyslu til jafnaðar.Sú könnun var síðast birt 2012 og þá sagði könnunin, að einhleypingur notaði að jafnaði 295 þús.kr. á mánuði til neyslu. Engir skattar eru í þeirri tölu.Þessi tala er því sambærileg við upphæð lífeyris almannatrygginga til einhleypra ellilífeyrisþega, eftir skatt en sú tala er nú 180 þús. kr. á mánuði.Það vantar því 115 þús. kr. á mánuði til þess að lífeyrir almannatrygginga nái neyslukönnun Hagstofunnar,þegar einhleypingur á í hlut. Eftir að efna stærsta kosningaloforðið Ríkisstjórn Samfylkingar og VG lagði fram frumvarp um breytingu á almannatryggingum rétt fyrir lok síðasta kjörtímabils.Ekki náðist að afgreiða það fyrir kosningar. Frumvarpið kvað á um, að dregið yrði verulega úr tekjutengingum en á löngum tíma þannig, að full áhrif nýrra laga yrðu ekki komin fram fyrr en eftir 5 ár.Frumvarpið hefur nú verið lagt fram á ný á alþingi, af Samfylkingunni. Það yrði mikil bót af samþykkt þessa frumvarps en það kemur þó ekki í stað skerðinganna frá 1.júlí 2009 eða kjaragliðnunar kreppuáranna. Flokkar nýju ríkisstjórnarinnar lofuðu því fyrir kosningar að afturkalla allar skerðingar á bótum aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009.Ekki hefur nýja stjórnin staðið við það. Í stað þess afturkallaði hún skerðingu á frítekjumarki vegna atvinnutekna og skerðingu á grunnlífeyri.Það er mjög mikilvægt, að skerðing á grunnlífeyri skyldi afturkölluð en hún kemur að vísu fyrst og fremst þeim til góða, sem hafa góðar greiðslur úr lífeyrissjóði.Hins vegar afturkallar ríkisstjórnin ekki hækkunina á skerðingarhlutfalli tekjurtryggingar úr 38,35% í 45% en 19000 ellilífeyrisþegar urðu fyrir kjaraskerðingu við þá ráðstöfun. Ef ríkisstjórnin hefði staðið við loforðið um að leiðrétta þá skerðingu hefði mikill fjöldi aldraðra og öryrkja fengið kjarabætur og einmitt þeir, sem hafa lágar tekjur og þurfa mest á kjarabótum að halda.Þá afturkallar ríkisstjórnin heldur ekki skerðinguna á frítekjumarki vegna fjármagnstekna enda þótt það sé í stjórnarsáttmálanum. Og ríkisstjórnin svíkst um að efna stærsta kosningasloforðið við aldraða og öryrkja, þ.e. að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar á kreppuárunum. Það þarf að hækka lífeyrinn um 20% til þess að framkvæma þá leiðréttingu.Báðir stjórnarflokkarnir samþykktu að ráðist yrði í þessa leiðréttingu og frambjóðendur Framsóknar gáfu mjög sterk og ákveðin loforð um að þetta yrði leiðrétt.Því var lofað,að þetta yrði leiðrétt strax, ef flokkurinn kæmist til valda. Við það verður að standa. Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn