Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnHnignun Framsóknarflokksins

sunnudagur, 30. nóvember 2003

 

 

Í alþingiskosningunum 1978 fékk Framsóknarflokkurinn tæp 17% atkvæða og 12 þingmenn kjörna.Fylgið minnkaði úr 24,9% atkvæða.  Steingrímur Hermannsson víkur að þessum kosningum í ævisögu sinni og segir: “ Framsóknarflokkurinn galt afhroð í þessum kosningum,hlaut  16,9% atkvæða og aðeins 12 þingmenn.” A-flokkarnir voru sigurvegarar í  kosningunum. Í nýafstöðnum þingkosningum fékk Framsóknarflokkurinn svipað fylgi og sömu þingmannatölu og í kosningunum 1978, . Fróðlegt er að skoða viðbrögð forustu Framsóknarflokksins nú við úrslitunum og bera þau saman við viðbrögð leiðtoga Framsóknar 1978.Nú lætur forusta Framsóknarflokksins eins og flokkurinn hafi unnið sigur í kosningunum! Árið 1978 sagði flokksforusta Framsóknar,þegar svipuð úrslit blöstu við,að flokkurinn hefði goldið afhroð.

 

 

 

 

  Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn 1974.Þegar það samstarf hafði staðið í 4 ár tapaði  Framsókn 8 prósentustigum í fylgi. Framsókn hóf  tveggja flokka stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn 1995.Og þegar það stjórnarsamstarf hafði staðið í 4 ár tapaði  Framsókn 5 prósentustigum.Fylgið minnkaði úr 23,3% í 18,4%. Forusta  Framsóknar var metnaðarfull árið 1978. Hún vildi ekki sætta sig við fylgistapið og dró réttan lærdóm af kosningaúrslitunum: Hún vildi ekki halda áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.Og Framsókn uppskar aukið fylgi fyrir breytta stefnu. Framsókn undir forystu Steingríms Hermannssonar vann mikinn kosningasigur strax árið eftir, árið1979,hlaut 24,9% atkvæða,bætti við sig 8 prósentustigum.Mest var fylgisaukningin í Reykjavík en þar hækkaði flokkurinn úr 8,3% í 14,8%. En hvað gerði Framsókn eftir fylgistapið 1999? Hafði forusta Framsóknar sama metnað og 1978? Nei. Forusta Framsóknar dró engan lærdóm af kosningaúrslitunum 1999. Þrátt fyrir mikið fylgistap 1999 ákvað Framsókn að halda áfram stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Forustunni þótti mikilvægara að halda ráðherrastólunum en að rétta við fylgi flokksins.

 

 Í kosningum núna,2003, hélt fylgistap Framsóknar áfram. Framsókn tapaði tæpu 1 prósentustigi atkvæða. Þau úrslit túlkaði Framsókn sem sigur! Samvinnan við Sjálfstæðisflokkinn sl. 8 ár hefur þá kostað flokkinn alls tæp 6 prósentustig í fylgistapi en núverandi forusta flokksins kærir  sig kollótta um það og telur eins og áður aðalatriðið að halda ráðherrastólunum. Fylgið skipti engu máli!Kosningabaráttan vegna nýafstaðinna kosninga og skoðanakannanir sýndu þó ótvírætt,að  mikil óánægja er meðal kjósenda Framsóknar með stjórnarsamvinnuna við Sjálfstæðisflokkinn. Kjósendur voru á hröðum flótta frá  Framsókn alla kosningabaráttuna en  með auglýsingabrellum tókst flokknum að stöðva flóttann að mestu.

 Margt bendir til þess að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið búin að semja  fyrir kosningar um framhald stjórnarsamvinnu. Líklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi egnt fyrir Framsókn með forsætisráðherrastólnum. Vitað var,að Halldór gekk með forsætisráðherrann í maganum og  mundi trauðla  fara í samstarf við “vinstri” flokkana  nema hann fengi stól forsætisráðherra.Þegar Samfylkingin tilnefndi Ingibjörgu Sólrúnu  sem forsætisráðherraefni sitt,minnkuðu möguleikar Halldórs verulega á því að verða forsætisráðherra í “ vinstri” stjórn. Davíð átti þá auðveldan leik  og Halldór beit á agnið

 Framsóknarflokkurinn má muna fífil sinn fegri að því er atkvæðastyrk snertir. Flokkurinn er í sögulegu lágmarki nú varðandi atkvæðamagn.Á tímabilinu 1942-1974 fór flokkurinn ekki niður fyrir 20% í fylgi, ef kosningarnar 1956 eru undanskildar en þá  bauð flokkurinn ekki fram í öllum kjördæmum,þar eð hann var í kosningabandalagi  við Alþýðuflokkinn.Á þessu tímabili hafði flokkurinn  yfirleitt 25-30 % fylgi.Hið sama er að segja um kosningarnar 1979. Á þessu tímabili var það aðeins í kosningunum árið 1978,sem Framsóknarflokkurinn tapaði verulega fylgi og fór niður í 17% en það var eftir stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn.Hvers vegna er flokkurinn nú búinn að festast í 17-18% fylgi? Jú það er vegna  stjórnarsamvinnunnar við Sjálfstæðisflokkinn.

Hnignun Framsóknarflokksins er mikil að

 því er fylgið varðar.En hnignun stefnu flokksins  er þó meiri og alvarlegri.Jónas Jónsson frá Hriflu  beitti sér fyrir stofnun Framsóknarflokksins til þess að berjast fyrir hugsjónum  samvinnustefnunnar.Hugmynd Jónasar var sú,að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mundu vinna saman,flokkar vinnandi fólks til sjávar og sveita. Margir merkustu foringjar Framsóknarflokksins hafa af þessum sökum verið andvígir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn: Tryggvi Þórhallsson sagði: “Allt er betra en íhaldið.”Hermann Jónasson  hafði sömu afstöðu.Hann vildi ekki fara í ríkisstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins. Hann tók undir orð Tryggva Þórhallssonar. Sonur hans,Steingrímur Hermannsson, var undir sterkum áhrifum frá föður sínum í þessum efnum.En núverandi forusta Framsóknarflokksins vill sem mest samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og fórnar stefnu flokksins í því skyni.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

 

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn