Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnLélegir samningar fyrir eldri borgara

laugardagur, 22. júlí 2006

 

 

Alþýðusambandið samdi við atvinnurekendur um 15 þúsund króna launahækkun á mánuði fyrir verkafólk frá 1.júlí sl. Samið var um mörg fleiri  atriði og ríkisstjórnin kom  að samkomulagi aðila vinnumarkaðarins  m.a. með ákvörðun um  hækkun skattleysismarka frá næstu áramótum upp í 90 þúsund, krónur á mánuði en aðilar vinnumarkaðarins lögðu mikla áherslu á skattalækkanir.Ákveðið var,að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk en í samkomulaginu sagði, að  greiðslur til aldraðra og öryrkja skyldu ákveðnar til samræmis við samkomulag aðila vinnumarkaðarins.Þetta ákvæði var eðlilegt, þar eð áskilið er að laun aldraðra  skuli taka mið af lágmarkslaunum verkafólks.

 

Hvað gerði Ásmundarnefndin?

 

Ríkisstjórnin og fulltrúar Landssambands eldri borgara tilkynntu með miklum lúðrablæstri, að aldaðir fengju 15 þúsund króna hækkun á mánuði frá 1.júlí! Hvers vegna voru þetta svona miklar fréttir, þegar búið var að ákveða þetta í júní  samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar ? Var það vegna þess, að fyrst var ráðgert að draga eldri borgara á þessari leiðréttingu? Og hvað gerði Ásmundarnefndin í þessu efni? Jú hún takmarkaði þann hóp eldri borgara,sem fengi þessa uppbót.Ákveðið var, að aðeins þeir eldri borgarar,sem væru á “strípuðum bótum”, þ.e.fengju ekkert annað en bætur almannatrygginga, fengju þessar 15 þúsund krónur en það eru innan við 400 manns. Þetta eru að vísu þeir eldri borgarar,sem eru í mestri þörf fyrir leiðréttingu en þeir áttu rétt á henni lögum samkvæmt.Það þurfti ekki að semja um hana.En stærsti hópur eldri borgara,sem býr við bág kjör,þ.e. um 10.000 manns sem fá fulla tekjutryggingu auk grunnlífeyris fær aðeins innan við 13 þúsund krónur á mánuði samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnar og LEB. Inni í þessari fjárhæð er 1,7% hækkun lífeyris sem koma átti við framkvæmda um áramót samkvæmt. fjárlögum. Ekki er nú mikill stórhugur hjá ríkisstjórninni.(Hafa ber í huga,að það er verið að bæta launafólki og öldruðum kjaraskerðingu vegna verðbólgunnar).Þetta er lítið meira en skerðingin vegna verðbólgunnar.Aðrir eldri borgarar fá mikið minna.Sumir fá enga uppbót.Ekkert  er fjallað um að skila aftur þeim 40 milljörðum,sem hafðir voru af eldri borgurum á  11 ára valdatímabili stjórnarflokkanna.Það á  í engu að bæta þá skerðingu,sem orðið hefur á lífeyri aldraðra og öryrkja í tíð stjórnarflokkanna.

Útvarp Saga sagði,að eldri borgarar fengju nokkrar krónur samkvæmt þessu samkomulagi,þar eð búið hefði verið að semja um 15000 krónurnar þegar í júní sl.

 

Þorsteinn Pálsson gagnrýnir tillögurnar

 

 Aðrar breytingar í lífeyrismálum voru litlar skv. samkomulaginu þó þær væru  spor  í rétta átt.Skerðingarmörk vegna tekjutryggingar lækka úr 45% í  38,35%.Draga á einhvern tímann úr skerðingum vegna tekna maka. Flestum þeim breytingu er vísað inn í framtíðina. Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að ganga of skammt í þessu efni. Hann telur að fella eigi  alveg niður skerðingar vegna tekna maka.Ég tek undir það.

 

Veigamestu atriðin í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og LEB eru varðandi hjúkrunar- og vistunarmál aldraðra.Svo var einnig fyrir 4 árum, þegar eldri borgarar skrifuðu undir smánarsamninga, sem Ólafur Ólafsson formaður sá eftir að hafa gert. Það gekk illa með framkvæmd á þessum hluta samkomulagsins frá 2002.Vonandi gengur það betur nú en loforðin um aðgerðir í hjúkrunar og vistunarmálum eru fyrst og fremst ávísun á framtíðina. Það á eftir að tryggja fjármuni til þeirra framkvæmda, sem þar er fjallað um.Alþingi á eftir að  fjalla um þau mál.

 

Hvers vegna er LEB að semja? Eldri borgarar eiga þennan rétt

 

 Ólafur Ólafsson formaður LEB sagði við kynningu á þessum tillögum, að þetta væri áfangi.Baráttunni væri ekki lokið.Eldri borgarar hefðu viljað fá meira en þeir hefðu ekki verkfallsrétt eins og ASÍ. Það er rétt. En hvers vegna  eru samtök eldri borgara að líta á sig sem “ verkalýðsfélag”? Hvers vegna er LEB að skrifa undir eitthvað,sem ríkisstjórnin vill rétta að eldri borgurum og er hvergi nærri það,sem farið er fram á? LEB getur tekið sæti í nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar en LEB þarf  ekki að samþykkja neitt sem samtökin eru ekki sátt við. Ég varaði við því á fundi með LEB að skrifað  yrði  undir lélega samninga. En ekki var tekið tillit til varnaðarorða minna.Eldri borgarar eiga sinn rétt samkvæmt stjórnarskrá og lögum.Og þeir eiga ekki að semja þann rétt af sér.

 Ég segi ekki að nýju samningarnir séu alveg jafn slæmir og þeir fyrri. En þeir eru mjög lélegir.

 

Björgvin Guðmundsson

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn