Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Írak: Powell efast um að "sönnunargögnin" hafi verið rétt!

mánudagur, 5. apríl 2004

 

 

 

Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur nú viðurkennt opinberlega,að  ekki sé víst,að “sönnunargögn” þau,sem hann lagði fyrir Öryggisráð Sþ. vegna Íraksstríðsins hafi verið rétt  eða að þau hafi staðist.Gögnin,sem  Powell  lagði fram áttu að sanna,að Írakar hafi  haft búnað til þess að framleiða efnavopn og að þeir hafi átt yfir gereyðingarvopnum að ráða. Gögn þessi dugðu ekki til að sannfæra Öryggisráðið.Ráðið féllst ekki á að réttlætanlegt væri að gera innrás í Írak

.

Bush dregur einnig í land

 

 Áður hefur Bush Bandaríkjaforseti einnig dregið verulega í land í sambandi við Íraksstríðið.Segja má,að Bandaríkin,CIA og þingið hafi viðurkennt að Írakar hafi ekki haft yfir gereyðingarvopnum að ráða. En gereyðingarvopnin voru  helsta ástæðan fyrir innrásinni í Írak. Það er því alveg ljóst,að innrásin í Írak var gerð  á fölskum forsendum. Þetta hafa margir aðilar í Bandaríkjunum nú  viðurkennt.

En íslensk stjórnvöld berja áfram hausnum  við steininn.Þau segja áfram,að innrásin í Írak hafi verið nauðsynleg. Það er sama þó Bandaríkin sjálf viðurkenni,að engin gereyðingarvopn hafi verið í Írak. Íslensk stjórnvöld láta samt ekki segjast.

 

Íslenskar flugvélar til Afganistan

 

Íslensk stjórnvöld tilkynntu fyrir skömmu mjög hróðug,að þau munu senda  íslenskar flugvélar með  gögn og búnað til Afganistan. Einnig væri send aðstoð til Íraks. Hér er verið að efna loforðið sem  íslenskir ráðherrar gáfu Bush á ráðherrafundi Nato í Prag. Þar lofuðu þeir,að íslenskar flugvélar yrðu lánaðar til  hergagnaflutninga til Írak og alls varið 300 millj. ísl. kr. í því skyni. Mikil mótmæli urðu í landinu vegna þessa loforðs íslenskra ráðherra. Ástþór Magnússon sendi varúð með tölvupósti út um allan heim vegna þessa. Varð það ásamt almennum mótmælum til  þess að íslenskir ráðherrar hættu við að lána  íslenskar flugvélar í hergagnaflutninga. En hér var um mikið glappaskot íslenskra ráðamanna að ræða.

 

Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn